Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 30
Elísabet Haraldsdúttir, hjúkrunarfræðlngur Þegar sorgin fyllir hug og hjarta Ein af staðreyndum lífsins er dauðinn. Hann er hluti af lífinu, sorg og gleði, að eignast og missa. Veikindi, slys og önnur áföll eru líka viðfangsefni lífsins þó ekki séu þau okkar val. En viö getum valiö hvernig viö lifum lífinu og hvernig við tökumst á við áföll. Einskis er hægt að krefjast en Guð vill af náð sinni gefa okkur trú, von og kærleika sinn. Hann vill vera meö okkur og taka áhyggjur okkar og byrð- ar á sig. En okkar er alltaf að taka ábyrgð á okkur sjálfum og verkum okkar. Sorgin skellur oft á án fyrirvara sem missir ástvina (bæði viö and- lát og skilnað), missir heilsu, at- vinnu (uppsögn og vinnulok), missir sjálfstæðis og við aðrar rót- tækar breytingar svo sem flutn- inga, fjárhagstjón og breytingar á vinnustað og margt fleira. Fyrstu viðbrögð Viöhorf okkar til sorgarinnar mót- ast af venjum í þjóðfélaginu, svo og því sem viö lærum af foreldr- um okkar og skóla. Það er eðlilegt að finna fyrir sorg að tárast og finna fyrir depurð vegna ýmiss konar missis. Við finnum fyrir sársaukanum sem sorgin hefur or- sakað. Fyrst í staö er upplifunin viö áfall viss óraunveruleiki. „Þetta getur ekki hafa gerst, þetta er ekki satt," segjum viö. Lífið sem gekk sinn vanagang hefur stöð- vast um sinn hjá okkur en ekki hinum. Ekkert verður eins og áður. Á meöan viö innbyrðum þessar staðreyndir erum við dofin eða tóm hiö innra með okkur. Áfall er andlegur áverki sem við þurfum að huga aö. Við þurfum aö gefa okkur tíma til að syrgja. Best er að horfast í augu við veruleikann þótt sársaukinn sé mikill. Ef við bíðum eða frestum því veröur það mun erfiðara og næsta áfall mun því skella á með tvöföldum þunga. í sorg þarf sálin okkar tíma i einveru með sjálfri sér, en erfitt er að bera mikinn sársauka ein eöa einn. Þá er gott að leita í bænina. Hrópa til Guös og segja frá líðan okkar og sársaukanum sem er óbærilegur. Biöja Guð að hjálpa okkur í gegnum sorgina stig af stigi. Hjálpa okkur að takast á viö lífið á ný og nota tækifærin sem lífið færir okkur. Við þurfum að vinna okkur í gegnum sorgina þó að missir og sorgin búi alltaf með okkur. Minningar munu lifa og gott er að ylja sér við þær en með tímanum mun sársaukinn dvína og viö munum snúa okkur til lífs- ins á ný. Reiði í sorginni Við getum oröið reið yfir missi og spyrjum því Guð: „Hvers vegna við?" Við getum lika snúið þessu við og spurt okkur sjálf: „Hvers vegna ekki við?” Guð gaf okkur reiðina eins og allar aðrar tilfinn- ingar. Reiði ereðlileg tilfinning viö óeölilegar aðstæður. Reiði kemur þegar við finnum til hjálp- arleysis eða vanmáttar gagnvart aðstæðum sem ekki er hægt að breyta. Reiðin segir þessar staö- reyndir vera sárar og óréttlátar en þær fylgja lífinu. Við höfum e.t.v. vanist þvi að telja reiðina nei- kvæða tilfinningu og skömmumst okkar fyrir að finna fyrir reiði. Við eigum þess vegna erfitt meö að viðurkenna hana fyrir okkur og öðrum. Reiöin er eölileg en þaö skiptir máli hvernig við tökum á henni eins og öörum tilfinningum. Annað tveggja gerist, við látum stjórnast af reiðinni (og tökum ekki ábyrgð á okkur sjálfum) eða tökum reiðina í sátt (og gerum hana að krafti sem við annars höfum ekki). Við getum notað reiöina til að fara út að ganga eöa í líkamsrækt og gert allt það sem við höfum í raun og veru ekki krafta til að gera. Við getum gert reiðina að skurögröfu til aö moka okkur út úr doða og ástandi þar sem ekkert gerist. í sorginni eins og í öllu lífinu berum við ábyrgð á okkur og gerðum okkar. Þau sem veik eru vilja heilsu, hin sem finna dauðann nálgast vilja lengra líf. Þess vegna er oft ákveðið að gera samning við Guð. Samningurinn er framlengdur og nýr gerður því við viljum alltaf meira og meira. Oft er erfitt aö standa við okkar hluta samnings- ins. flbyrgð okkar í sorginni verðum viö döpur og sumir segja að við séum þunglynd. Margar tegundir þunglyndis eru til en depurð við missi eöa sorg er eðlileg. Þunglyndi getur líka verið sjúklegt og er þá hættulegt því að án hjálpar eða aöstoðar fagfólks getur það leitt til dauða. Geö- læknar og sálfræðingar eru í hópi fagfólks sem er til aðstoöar þegar við erum á krossgötum lífsins. Við þurfum e.t.v. engin lyf eða innlögn á sjúkrahús heldur hlustun þeirra sem geta leiðbeint okkur þegar viö erum föst í okkar eigin tilfinn- ingum. Sum okkar lenda út af veginum i andlegum skilningi og þá þurfum viö hjálp þeirra sem kunna aö annast okkur í samræmi við veikindum okkar. Guö læknar 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.