Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 20
Þátttakendur á
Brautarhólsmóti á
5. áratug síðustu
aldar.
þýddi ég mikiö fyrir hann. Þá hafa
einsöngvarar og aðrir leitaö til
mín. Ég var stundum meö safn af
erlendum textum á borðinu.
Textarnir sem ég átti aö þýða
voru mjög misjafnir. Ef ég þurfti aö
byrja á því aö læra lögin tók þaö
lengri tíma en ef ég kunni laglín-
una var ég fljót aö þessu, en yfir-
leitt er ég miklu lengur aö þýða en
frumsemja. Þaö er vegna þess að
ég reyni aö ná hugsuninni sem er í
Gróðurinn þarf sól og vatn og því eru
regnskúrir nauðsynlegar til að plönt-
urnar vaxi. Við vöxum við erfiðleikana
sem við mætum.
frumtextanum. íslenskt rím meö
stuðlum og höfuöstöfum bindur
okkur mikiö meira en aðrar þjóöir.
Hvað er þaö nýjasta sem þú hefur
ort?
Það er auðvelt að svara þessari
spurningu. Það er Ijóðið Ég er oft
eins og Pétur. Ég orti þaö í veik-
indum mínum í vetur. Ég lagðist í
rúmið 22. september og fyrir tæp-
um mánuöi losnaði ég fyrst viö
hækjurnar. Þessi vetur hefur verið
mér mjög erfiður. Ég hef um æv-
ina gengist undir margar læknis-
aðgeröir. Allt hefur það verið leik-
ur hjá veikindunum í vetur. Þetta
var langur tími og mér leiö illa. Ég
varð aö liggja á bakinu, nótt og
dag í marga mánuði, það er sér-
staklega erfitt fyrir astmasjúkling.
Lilja hefur átt við veikindi aö
striða alla ævi. Átján ára lá hún á
Landakoti og segir mér frá því
hvernig hún uppörvaöi konurnará
sjúkrastofunni.
Ég lá í margar vikur á Landa-
koti. Hafi ég einhvern tíma getað
gert eitthvert gagn á sjúkrastofu
þá var það þar. Þegar ég fór aö
geta talað og sungið var komið
meö gítar inn til mín. Sjúklingur í
næstu stofu var aö spyrja nunn-
urnar hvort einhver gæti stillt fyrir
hann gítarinn og þær komu með
hann til mín. Ég hafði svo gítarinn
og söng fyrir konurnar á stofunni.
Hver þeirra átti orðiö sinn óska-
sálm. Við vorum þarna fjórar. Ég
varyngst þessara kvenna, ég man
að tvær þeirra voru meö berkla.
Þegar einni leið sem verst og hún
var áhyggjufull baö hún mig um
að syngja fyrir sig sálminn „Seg
Jesú frá öllu, hann þekkir þig svo
vel." Þetta voru ekki sálmar eftir
mig, en ég var of illa haldin til að
geta ort nokkuð á þessum tima.
Við snúum okkur nú aö afmœlinu
og titurð bókarinnar. Hver átti
frumkvœðið að því að Liljuljóð
kom út?
Sigurður Árni Þórðarson, syst-
ursonur minn, á uppástunguna að
bókinni. Það er langt síðan hann
byrjaði aö ræða viö mig um
hvernig ég ætlaði að halda upp á
afmælið mitt en ég sagöi að þaö
þyrfti ekki að ræða það, ég færi
bara eitthvað í burtu. Hann sagöi
þá að það væri svo erfitt að gefa
mér eitthvað og spurði, hvort ekki
mætti gefa út eitthvað af Ijóðum
mínum og sálmum. Ég fékk frest
til umhugsunar og gaf síðan sam-
þykki mitt.
Skálholtsútgáfa tók þessari til-
lögu mjög vel. Sigurður Árni valdi
Ijóðin í bókina og ég samþykkti
þau flest, var víst ekki alltaf jafn-
auðveld viðureignar, svo hann
varö stundum aö beita fortölum.
Ég er sérlega ánægð með útlit
bókarinnar og finnst mikið hafa
verið lagt í það.
Þeir hafa gert þetta vel og ég
vona að bókin veröi einhverjum til
blessunar, því þá er tilganginum
náð. Það hafa nokkrir einstakling-
ar hringt í mig eftir að þeir fengu
bókina og tjáð mér það.
Varstu ánœgö með afmœlisfagn-
aðinn í Hallgrímskirkju á afmœlis-
daginn, þann 11. maí?
Já, ég er mjög ánægö með há-
tíðina og afskaplega þakklát
Schola Cantorum og Herði Áskels-
syni. Þau sungu bara sálmana
mína. Að vísu hafði ég svolítiö
fyrir að leita uppi lögin við þá en
allir voru boðnir og búnir að
hjálpa mér. Mesta vinnu lagöi Sig-
uröur Árni á sig.
Að lokum spyr ég Lilju hvort henni
finnist hún hafa greint handleiðslu
Guðs í lífinu og þá hvernig. Hún
situr hugsi dágóða stund áður en
hún svarar.
Fyrsta handleiöslan var þetta
góða heimili sem Guð gaf mér. Og
svo langaöi mig svo afskaplega
mikið aö læra, en ég bjóst varla
við að geta farið i skóla. Það var
ekkert efnaheimili heima, en
kennari minn, Þórarinn Eldjárn
talaði viö pabba og ég var send til
Akureyrar í Menntaskólann. Veik-
indi mín settu strik í reikninginn
en mig langaði til að halda áfram
þegar ég var komin á bragðiö. Ég
lauk námi, að vísu ekki með mín-
um gömlu félögum í MA því veik-
indin töfðu mig um eitt ár.
Síðasta árið var ég um tíma á
spítalanum á Akureyri, fékk pens-
illin sem þá var nýkomið, var ein
af fyrstu tilraunadýrunum aö
prófa það.
20