Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 31
BÚNAÐARRIT
29
bóndi Ólafsson í Lækjarhvammi, sem er þar full-
trúi Stéttarsambands bænda.
5. Dijraverndunarnefnd. Samlcvæmt lögum um dýra-
vernd frá síðasta Alþingi skipaði menntamála-
ráðuneytið nefnd, er kölluð er dýraverndunar-
nefnd. Hún er skipuð 5 mönnum og eru þeir
þessir: Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, og er
hann jafnframt formaður nefndarinnar. Aðrir
nefndarmenn eru: Sigurður E. Hlíðar samkvæmt
tillögum Dýralæknafélags íslands, Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri, samkvæmt tillögum Hins ís-
lenzka náttúrufræðifélags, Þorsteinn Einarsson,
fulltrúi samkvæmt tillögum Dýraverndunarfélags
íslands, og Steingrímur Steinþórsson, búnaðar-
málastjóri samkvæmt tillögum Búnaðarfélags
íslands. Nefnd þessi hefur haldið nokkra fundi,
samið frumvarp að reglugerðum samkvæmt áður-
nefndum lögum og fleira, er ráðuneytið hefur
falið henni, en nefndin skal vera ráðuneytinu til
aðstoðar og ráðuneytis um framkvæmd laga um
dýravernd.
6. Bændaháslcólanefnd. í febrúar 1959 skipaði þá-
verandi menntamálaráðherra þriggja manna
nefnd, til þess að semja frumvarp til lacja um
búðnaðarháslcóla á Iivanneijri. Nefndina skipuðu
Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvannevri,
Benedikt Gröndal, alþm. og sá, er þetta ritar, er
var formaður nefndarinnar. Nefnd þessi hafði að
mestu lokið störfum um síðustu áramót, en þó
ekki að öllu leyti gengið frá þessu starfi.
7. Nijbi'jlastjórn. Þar á ég sæti, kosinn til þess af
Alþingi. Auk mín eiga þar sæti: Jón Pálmason,
alþm., formaður, Benedikt Gröndal, alþm., Ás-
mundur Sigurðsson, fyrrv. alþm., og Jón Sigurðs-
son, alþm., Reynistað, Pálmi Einarsson, land-
námsstjóri, er framkvæmdastjóri nýbýlastjórnar.