Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 249
BÚNAÐARRIT
247
sýndi enn fremur tvö naut, sem sömu viðurkenningu
hlutu, Frey S 2(58 og Berg S 284.
Nf. SkeiÖahrepps. Sýndar voru 308 kýr, og hlutu
79 þeirra I. verðlaun. Sýnir þetta ágæta þátttöku og
mikla fjölgun I. verðlauna kúa frá næstu sýningu
áður. Voru 5 þeirra frá Arakoti, 5 frá Jóni Eiríks-
syni, Skeiðháholti og 4 frá hverju þessara húa: Ósa-
bakka, Syðri-Brúnavöllum, Ólafi Gestssyni, Efri-
Brúnavöllum og Þórði Guðmundssyni, Kilhrauni.
Mcðal I. verðlauna kúnna var 21 dóttir Gosa S 24,
10 dætur Högna S 16, 7 dætur Mána S 32, 6 dætur
Skjaldar S (53, 5 dætur Nykurs S 33, 5 dætur Þránd-
ar frá Þrándarholti og 4 dætur Kolskeggs eldri.
A nautgripasýningu 1955 höfðu 4 naut félagsins
lilolið I. verðlaun. Tvö þeirra voru sýnd aftur nú,
Gosi S 24 og Máni S 32, og er heggja getið hér að fram-
an í því sambandi. Þessi naut félagsins hlutu II.
verðlaun: Rauður S 174, Latur S 196, Smári S 218,
Skutull S 244, Skrauti S 256, Roði S 269 og Blettur
S 285, en auk þeirra eitt í einkaeign, Loki S 286.
Nokkur reynsla er fengin á dætur Rauðs og Lats.
f árslok 1959 var vitað um afurðir 15 dætra Rauðs
fyrstu 43 vikurnar eftir 1. burð, og voru þær að
meðaltali 2491 kg mjólk með 4.54% mjólkurfitu eða
11309 fe og hæsta dagsnyt að meðaltali 13.9 kg. Sam-
svarandi tölur um 8 dætur Lats voru 2412 kg með
4.16% mjólkurfitu eða 10034 fe og hæsta dagsnyt
13.4 kg.
Nf. Gnúpverja. Sýndar voru 378 kýr. Hlutu 88
þeirra I. verðlaun. Voru 9 þeirra frá Þrándarholti, 8
frá Steinsholti, 7 frá Fossnesi, 7 frá Stefáni Pálssyni,
Ásólfsstöðum og 5 frá liverju þessara búa: Björgvin
Halldórssyni, Laxárdal, Skáldabúðum, Skriðufelli og
Guðjóni Ólafssyni, Stóra-Hofi. í hópi I. verðlauna
kúnna áttu þessi naut 4 dætur eða fleiri: Feldur og
Tígull S 42 14 hvor, Bjartur S 37 12, Hrafnkell 11,