Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 450
448
BÚNAÐARRIT
Af þingeysku ánum í þessum félögum, 681 að tölu, voru
72.5% tvílembdar eða fleirlembdar, en af þeim vest-
firzku, 153 talsins, voru aðeins 47.1% tvílembdar, eða
25.4% minna.
Afurðir.
Meðalafurðir í dilkum eftir tvílembu í félögunum
voru 70.63 kg (73.57) á fæti eða 27.63 kg (28.98)
dilkakjöt. í svigum eru tölur l'rá haustinu 1957. Eftir
hverja einlembu voru meðalafurðir 40.26 kg (41.69)
á fæti eða 16.46 kg (17.13) dilkakjöt. Eftir hverja á,
sem skilaði lambi, vógu lömbin á fæti 53.54 kg
(54.08) og lögðu sig með 21.36 kg (21.73) af kjöti,
en eftir hverja framgengna á í fardögum 51.47 kg
(51.83) á fæti eða 20.53 kg (20.83) dilkakjöt. Af-
urðirnar eru því nokkru minni en haustið 1957. Tví-
lemburnar skiluðu 1.35 kg og einlemburnar 0.67 kg
minna af kjöti en 1957, en vegna meiri frjósemi 1958
en árið áður, nemur afurðarýrnunin eftir á, sem skil-
aði lambi, ekki nema 0.37 kg af dilkakjöti. Tvílembur
skiluðu meira en 30 kg af dilkakjöti í 22 félögum
eða 11 félögum færra en árið áður. í eftirtöldum
7 félögum skiluðu Ivilembur 32 kg af dilkakjöti eða
meira til jafnaðar: Sf. Hólmavíkurhrepps, Strand.
35.3 kg, Sf. Fellshrepps Strand. 32.9 kg, Sf. Hvítár-
síðuhrepps 32,8 kg, Sf Þistill, N.-Þing. 32,4 kg, Sf.
Austri, Mývatnssveit og Sf. Vestur-Bárðdæla, S.-Þing.
32.3 kg og Sf. Kirkjubólshrepps, Strand., 32.0 kg.
í 14 félögum var meðalfallþungi einlembinga 18.5
kg eða meiri en í eftirtöldum 7 félögum 19.0 kg eða
meiri. Sf. Vestur-Bárðdæla, S.-Þing. 20.2 kg, Sf.
Hólmavíkurhrepps 20.1 lcg, Sf. Austri, Mývatnssveit,
S.-Þing. 19.9 kg, Sf. Hvítársíðulirepps 19.7 kg, Sf.
Hrútfirðinga, V.-Hún., 19.3 kg, Sf. Þistill, N.-Þing.,
19.2 kg og Sf. Neisti, Öxnadal, vestfirzki stofninn
19.0 kg.