Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 402
400
BÚNAÐARRIT
Tafla 24. Afkvæmi áa í Sf. Öxfirðinga.
1 2 3 4 5 6
A. Gilja I, 11 vetra 74.0 105.0 77 34 20.0 128
Synir: Hreggv., 3 v. I v. 134.0 120.0 87 34 26.0 134
2 hrútl., tvíl 47.0 88.0 — — 19.5 116
Dætur: 7 ær, 2—6 v., 5 tvíl. 78.6 103.3 84 32 21.9 127
1 ær, 1 v., geld . . 68.0 100.0 71 32 22.0 126
B. Hekla 24, (i v 89.0 109.0 77 31 23.0 128
Synir: Logi, 2 v., I. v. .. 109.0 114.0 82 31 25.0 134
2 hrútl., tvíl 44.0 86.0 — — 19.5 117
Ilætur: 1 ær,4 v., einl. . . 50.0 93.0 67 30 18.0 127
1 ær, 1 v., geld.... 65.0 102.0 73 33 23.0 131
Gilja 1, eigandi Halldór Sigvaldason, Gilliaga. Hún
var sýnd með afkvæmum haustið 1957 og er ætt
hennar og lýsing afkvæma í Búnaðarritinu 71. árg.
bls. 421. Er engu þar við að bæta öðru en því, að í
haust skilaði Gilja, 11 vetra gömul, tveimur álitleg-
um hrútsefnuin, sem vógu á fæti að meðaltali 47.0 kg.
Haustið 1958 vógu lömb hennar á fæti, hrútur 59.0
kg og gimbur 47.0 kg.
Gilja I hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
Hekla 24, eigandi Halldór Sigvaldason, Gilhaga, er
heimaalin dóttir Barkar 26, sjá um hann í Búnaðar-
ritinu 71. árg. bls. 420 og Gilju 1. Hekla er sjálf ríg-
væn og ágætlega gerð ær. Afkvæmi hennar eru öll
hvít, hyrnd, með sæmilega mikla, hvíta ull. Brjóst-
kassi, bak og malir er prýðilega vel gert, nema á
4 vetra ánni, sem er þroskalaus. Lærvöðvi er í styttra
lagi á öllum afkvæmunum. Sonurinn Logi, 2 vetra, er
sæmilegur I. verðl. hrútur, en lambhrútarnir eru
báðir gallaðir um bóga og því ekki hrútsefni. Hekla
er ágæt afurðaær. Hún hefur alltaf verið tvílembd.
Að meðaltali vega á fæti undan henni 7 tvílembings-
hrútar 47.0 kg og 5 tvílembingsgimbrar 42.6 kg.
Iiekla 24 hlaut II. verðl. fijrir afkvæmi.