Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 354
352
BÚNAÐARRIT
mjólkurlagnari get ég ekki sagt um. Úr því þarf að
fá skorið með skýrsluhaldi. Vil ég því benda Rang-
vellingum á að efla hið nýlega stofnaða sauðfjár-
ræktarfélag sitt meðal annars til að bera þar saman
þessa tvo ólíku stofna.
Hvolhreppur. Sýndir voru 54 lirútar, þeir rýrustu í
sýslunni, sjá töflu 1. f'yrstu verðlaun hlutu 10 full-
orðnir og 3 veturgamlir, en 12 voru dæmdir ónot-
hæfir. Ilezti hrúturinn var Vestri Jóns í Götu, af-
bragðs kind, í senn vænn, vel gerður og holdgróinn.
Næstir honum stóðu: Loki ú Uppsölum, lágfættur og
holdþéttur, Kollur í Króktúni, einnig lágfættur og
allþéttur, Rindill Helga á Móeiðarhvoli, þolslegur,
en nokkuð háfættur, Vöggur í Giljum, Blettur á
Þinghól, Bjartur í Götu og Blettur og Ófeigur á
Brekkum. Hvolhreppingar þurfa að herða sókn í fjár-
ræktinni. Þótt Hvoihreppur sé ekki kjarnlendis sveit,
þá ætti að vera liægt að eiga þar eins vænt fé og í
ýmsum öðrum hreppum sýslunnar.
Fljótshlíðarhreppur. Þar var sýningin afar fjöl-
sótt og alls sýndir 142 hrútar. Af þeim eru 102 tveggja
vetra og eldri, er vógu 88.1 kg, og 40 veturgamlir,
sem vógu 68.6 kg að meðaltali. Er það mjög svip-
aður vænleiki og var á hrútum i Fljótshtíð á sýn-
ingunni 1955. Fyrstu verðlaun hlutu 46 hrútar, 41
fullorðinn og 5 veturgamlir, en 17 voru dæmdir ó-
nolhæfir. Af veturgömlum voru beztir: Kollur Böðvars
í Butru, sonur Kolls á Teigingalæk, vel gerður, en í
léttara lagi, Spekingur Óskars í Hellishólum, sonur
Sóma þar, rigvænn, en hefur eklci nógu þróttlegt höf-
uð eða nógu holdþétt læri, Logi Ágústar á Teigi,
vænn, vel gerður og lágfættur, Broddi sama eiganda,
snotur en ekki þungur og full bakmjór, og Skuggi
i Hellishólum, þungur og þróttlegur, en fullháfættur
og varla nógu holdjíéttur í lærum og á mölum. Beztu
tvævetlingarnir voru: Röðull Árna í Teigi, frá Skóg-