Búnaðarrit - 01.01.1960, Side 390
388
BÚNAÐARRIT
1 2 3 4 5 6
Dætur: 4 ær, 2 v., 1 tvil. 62.2 97.0 — — 23.0 130
5 ær, 1 v., geldar . 65.8 98.8 — — 24.0 129
G gimbrarl., 5 tvil. 38.3 80.0 — — 20.3 118
C. Faðirinn: Gosi, 5 v. . . 98.0 108.0 83 34 25.0 133
Synir: 1 iirútur, 2 v 89.0 101.0 83 34 23.0 132
1 hrútur, 1 v. 75.0 96.0 79 36 22.0 135
5 lambhr., 3 tvil. . 46.2 80.6 — — 20.2 122
Dætur: 6 ær, 2—4 v 62.7 93.5 — — 21.2 126
5 gimbrarl., tvíl. .. 36.4 77.6 — — 19.4 116
A. Þór III, eigandi Hreinn Ketilsson, Sunnuhlíð.
Þór er ættaður t'rá Þórsmörk, sjá Búnaðarritið 71.
árg. hls. 410. Afkvæmi Þórs eru yfirleitt vænar og
fallegar kindur, sum grá, en hin hvít. ígul á haus og
fótum, en hafa hvíta ull og eru fríð og hraustleg. Yfir-
bygging er yfirleitt góð, breilt bak og malir, hvort-
tveggja vel holdfyllt, sömuleiðis er herðabygging góð.
Læri eru ágæt á sumum afkvæmanna, en ekki nógu
góð á öðrum. Fætur eru sterkir, en sum afkvæmin
eru nokkuð háfætt. Lambhrútar eru allvænir og sum-
ir allálitleg hrútsefni. Einlembingurinn er ágætur.
Gimhrarnar eru álitlegar, vænar og þroskamiklar. Af-
kvæmin eru ýmist hyrnd eða kollótt. Kynfesta er
ekki næg.
Þór III hlaut II. verðtaun fyrir afkvæmi.
B. Jökull, eigandi Jón Sigfússon, Hallandsnesi. Jök-
idl er frá Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi. Afkvæmi
hans eru flest kollótt, hvit, ígul á haus og fótum.
Þau eru þróttlegar og myndarlegar kindur, hafa
ávalar og vel holdfylltar herðar, breiðan spjaldhrygg
og malir og ágætlega holdfyllt hak. Holdfylling í lær-
um er í góðu meðallagi. Bringubygging er góð, bring-
an framstæð og útlögur góðar. Lambhrútarnir eru
álitleg hrútsefni, sérstaklega annar tvílembingurinn,
sömuleiðis voru gimbrarnar álitlegar til ásetnings.
Tveggja vetra hrúturinn hlaut I. verðlaun og er góð