Búnaðarrit - 01.01.1960, Blaðsíða 250
248
BÚNAÐARRIT
Sorti S 64 6 og Hjörtur S 55 og Grani 5 hvor. Svo sem
fyrr er frá skýrt, hlaut 1 kýr heiðursverðlaun, Dinnna
19, Minni-Mástungum.
Á næstu sýningu áður höfðu 2 naut hlotið I. verð-
laun í félaginu. Var annað þeirra, Bjartur S 37, sýnt
aftur nú, svo sem fyrr hefur verið skýrt frá, en hitt,
Tígull S 42, var sýnt í Laugardælum á vegum kyn-
bótastöðvarinnar þar. Aulc Bjarts sýndi félagið þessi
naut, sem öll hlutu II. verðlaun: Randver S 140, Hupp
S 214, Hött S 215, Röðul S 226, Glám S 245 og Gyrði
S 258. Þrjú naut í einkaeign hlutu söinu viðurkenn-
ingu, Vængur S 273, Trausti S 278 og Stjarni S 283.
Nf. Hrunamanna. Sýndar voru 394 kýr, og hlutu 104
af þeim I. verðlaun. Var hér bæði mest þáttlaka í
sýningu og flestar I. verðlauna kýr. Af I. verðlauna
kúnum voru flestar frá þessum búum: Efra-Langholti
10, Langholtskoti og Syðra-Seli 7 frá hvoru, Hauk-
holtum 5, Berghyl, Galtafelli, Götu, Reykjadal, og
Þórarinsstöðum 4 frá hverju. Flestar I. verðlauna
dætur áttu þessi naut: Brandur S 6 18, Túni 13, Loft-
ur S 102 8, Skjálgur S 29 7, Glæsir 6 og Bauluson,
Reykdal S 9 og Selur S 120 4 hver.
Huppuhornið er farandgripur, sem veittur er fyrir
beztu kúna á hverri sýningu í félaginu. Að þessu
sinni komu aðallega til álita 4 kýr, Harpa 56, Glóð
59 og Búkolla 61, allar frá Efra-Langholti, dætur
Brands S 6, og Skjalda 36 í Reylcjadal, dóttir Túna.
Eru þessar kýr efstar á skrá um I. verðlauna kýr í
félaginu, tafla IV, og þar greint nánar frá afurðum
þeirra og útlitsdómi. Hlutskörpust í þessari keppni
varð Búkolla 61, Efra-Langholti, og var Huppuhornið
afhent eigendum hennar, Sveini Kristjánssyni og
Jóhanni Einarssyni, á l'undi í félaginu að lokinni
sýningu. í árslok 1958 hafði Búkolla mjólkað að með-
altali á ári í 6.5 ár 4153 kg með 4.97% mjólkurfitu
eða 20640 fe.