Búnaðarrit - 01.01.1960, Side 355
BÚNAÐARRIT
353
um, sonur Gyllis þar, vænn, framúrskarandi útlögu-
mikill, holdgóður, en í liáfættara lagi, Hnappur i Ey-
vindarmúla, mjög vel gerður og holdgóður, Erpir
Sigurþórs í Háamúla l'rá Þorvaldseyri, einnig prýði-
lega jafnvaxinn og holdgóður, Vinur Böðvars í Butru,
frá Heylæk, mjög útlögumikill og holdgóður, Kollur
í Bollakoti, fremur léttur, en allvel gerður, Hörður
Jóns á Sámsstöðum, fremur léttur, en mjög snotur og
vel gerður, Golsi í Teigi, vænn, en nokkuð grófur, og
Gráni í Smáratúni, frá Háamúla, all kostamikill ein-
staklingur. Af 3ja vetra hrútum voru þessir beztir:
Verðandi, eign Sf. Hnífils, frá Þorvaldseyri, sonur
Vestra þar, prýðilega vænn, jafnvaxinn, lioldgróinn
og lágfættur, Smári Hallgríms í Fljótsdal, framúr-
skarandi holdakind, Fíl'ill sama eiganda, jötunvænn,
en nokkuð grófur og háfættur, Glæsir Þórðar i Ey-
vindarmúla frá Hallgrími í Fljótsdal, kostamikill,
en þó varla nógu holdmikill í lærum og Hersir Guð-
mundar á Fljóti, frá Skógum, þróttlegur, útlögumik-
ill, en varla nógu holdþéttur í lærum. Af fjögurra
vetra og eldri hrútum, báru þessir af: Hagalín Ágúst-
ar í Teigi, frá Hrauni á Ingjaldssandi, frábær holda-
kind og vel gerður að öllu leyti, og var dæmdur
hezti lirútur á sýningunni og hlaut því heiðursverð-
laun Sauðfjárræktarfélagsins Hnífils, Heiðar Árna
í Hlíðarendakoti, frá Heiði á Rangárvöllum, sonur
Tálkna þar, frá Kvígindisfelli, prýðilega vænn og
vel gerður, Lamhi Sf. Hnifils, vænn, vel gerður, en
þó nokkuð háfættur, Fjalli Jóhanns í Teigi, sonur
Bletts á Heylæk, rígvænn og ágætlega holdgóður,
Hringur Árna í Hlíðarendakoti, lágfætlur og ágæt-
lega vænn, og Kollur á Arngeirsstöðum frá Fljóti, vel
gerður, holdþéttur, allháfættur og endist vel.
Fljótshlíðingar hafa sýnt mikla viðleitni til þess
að hæta le sitt siðan í íjárskiptum, en þá voru þeir
óheppnir með hrútastofninn. Ber þessi viðleitni aug-
23