Búnaðarrit - 01.01.1977, Blaðsíða 70
64
BÚNAÐARRIT
Dætur Báts frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi voru 9 að tölu
og báru að meðaltali 815 daga gamlar og komust í 15.3 ltg
hæsta dagsnyt. Þær mjólkuðu á mjólkurskeiðinu að mcðal-
tali 2649 kg með 3.89% injólkuríitu, sem svarar til 10305
fitueininga (fe). Nyt þeirra í lok mjólkurskeiðsins var 2.5 kg,
og höfðu þær fengið 564 kg af kjarnfóðri á mjólkurskeiðinu.
Brjóstmál var 170.8 cm og einkunn fyrir mjöltun 3.67.
Dætur Vasks frá Helluvaði á Rangárvöllum, 8 talsins,
háru að meðaltali 829 daga gamlar og komust í 15,6 kg
hæsta dagsnyt. Þær injólkuðu að meðaltali 2691 kg með
4,20% mjólkurfitu, sem svarar til 11302 fe, og voru í 3,6 kg
nyt í lok mjólkurskeiðsins. Kjarnfóðurgjöfin var 538 kg.
Brjóstmál þeirra var að meðaltali 165,6 cm og einkunn
fyrir injöltun 2,90.
Dætur Kjóa frá Syðra-Holti í Svarfaðardal voru einnig 8
að tölu. Báru þær að meðaltali 812 daga gamlar og komust í
13.2 kg liæsta dagsnyt. Afurðir þeirra á mjólkurskeiðinu voru
2411 kg mjólk með 4,19% mjólkuríitu, sem svarar til 10102 fe.
Voru þær í 1,8 kg nyt að meðaltali í lok mjólkurskeiðsins og
höfðu fengið 468 kg af kjarnfóðri. Brjóstmál var 172,2 cm og
einkunn fyrir mjöltun 2,1, sem er afar gott.
Dætur Tungujarls frá Tungu neðri í Skutulsfirði voru aðeins
7 í rannsókninni. Þær háru að meðaltali 822 daga gamlar og
komust í 14,3 kg hæsta dagsnyt. Þær injólkuðu að ineðaltali
2296 kg með 3,96% mjólkuríitu, sem svarar til 9022 fe, og
voru allar orðnar geldar í lok mjólkurskeiðsins. Þær höfðu
fengið 498 kg af kjarnfóðri að meðaltali. Brjóstmál þeirra var
164,0 cm og einkunn fyrir injöltun 3,38.
Dætur Krumma frá Hrafnsstöðuin í Svarfaðardal voru 9
að tölu. Báru þær 819 daga gainlar að meðaltali og komust í
13.3 kg hæsta dagsnyt. Þær rnjólkuðu að meðaltali 2315 kg
með 4,13% mjólkurfitu, sem svarar til 9561 fe. Þær voru
fiestar orðnar geldar, er mjólkurskeiðinu lauk, og var dagsnyt
þeirra þá 0,3 kg að meðaltali. Höfðu þær fengið 478 kg af
kjarnfóðri. Brjóstmál þeirra var 166,9 cm, og einkunn fyrir
mjöltun 3,00 J). e. mitt á milli efstu og lægstu cinkunnagjafar.
Dætur Akurs frá Lundi við Akureyri voru 8 talsins. Þær
voru að meðaltali 808 daga gamlar, cr Jiær báru, og komust í