Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 9
Þorlákur Magnús Þorláksson.
Eftir Arna G. Eylands.
I.
Þorlákur Magnús Þorláksson eða Þ. Magnús Þor-
láksson, eins og liann ritaði nafn silt, var fæddur að
Vesturhópshólum i Húnavatnssýslu 19. nóvemb. 1875.
Foreldrar hans voru: Þorlákur bóndi Þorláksson,
prests að Undirfelli í Vatnsdal, Stefánssonar á Sól-
lieimum í Blönduhlíð, og kona hans, Margrét Jóns-
dóttir prests á Undirfelli, Eiríkssonar prests á Staðar-
hakka. Er það Djúpadalsætt í Skagafirði.
Magnús ólst upp við búskap, með foreldrum sínum
og systkinum, en þau voru: Jón, er nam verlcfræði og
varð siðar landsverkfræðingur, ráðherra og borgar-
stjóri í Reykjavík, Sigurbjörg, varð kennslukona í
Reykjavik, dó ógift, og Björg, er lauk doktorsprófi við
Sorbonne-háskólann í Frakklandi, giftist Sigfúsi Blön-
(tal bókaverði og vann með honum að hinni islenzku
orðabók lians. Systkini Magnúsar létust öll á undan
lionum.
Æskumenntun Magnúsar var sú, að hann stundaði
nám í Flensborgarskólanum i tvo vetur og lauk þar
])rófi árið 1893. Einn vetrartima dvaldi hann á Hofi í
Vatnsdal hjá Böðvari Þorlákssyni, föðurbróður sínum,
til þess að læra að leika á orgel. Þá fór hann til Nor-
egs árið 1901 til búfræðilegs verknáms og dvaldi þar
á annað ár, lengst af hjá bónda einum á Trögstad i
Austfold. Ekki er mér kunnugt um, hvað helzt dró
Magnús til farar þessarar, enda þarf það ekki að hafa