Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 15
BÚNAÐARRIT
1 1
Hin fyrstu ár vann Magnús mest sjálfur að rækt-
uninni. Það var sjálfgert, því að efnahagurinn levfði
eigi annað. Síðar l)ieyltist ])etta nokkuð, verkamenn
grófu skurði og ræsi, herfuðu og óku út áburði o. s.
frv., en lengst af plægði hann sjálfur mest af þvi, sem
plægt var, sáði tilbúnum áburði og grasfræi og vann
þannig það, sein mönnum hans var miður tamt.
Framan af búskap sínum á Blikastöðum vann Magn-
ús töluvert að plægingum með hestum sínum fyrir
bændur í Mosfellssveit. Fé það, er hann vann sér inn
á þann hátt, notaði hann til þess að greiða mönnuni,
er samtímis unnu að skurðgreftri fyrir hann. Taldi
hann sér hag að þessu og vann um leið sveitungum
sínum gott gagn.
Að einu Ieyti „vantaði það, sem við á að éta“. Á-
burðarskorturinn olli erfiðleikum, skammtaði bóndan-
um á Blikastöðum úr linefa, hve ört hann gat gengið
á mýrina. Það var aðeins eitt úrræði, sem ráðið gat bót
á þessu. Það var að hafa alltaf stærri áhöfn, sérstak-
lega fleiri kýr á jörðinni heldur en hún gat borið, —
sækja heyskap að og nota töluvert af fóðurbæti. Þetta
ráð var tekið, þött erfitt væri. Bæði urðu þau Blika-
staðahjón að leggja á sig óhemju-erfiði vegna þessa
búskaparlags. Heyskapur var sóttur upp í Kjós (löngu
áður en bílvegurinn náði upp á Kjalarnes, hvað þá
lengra), upp í Borgarfjörð, og nokkur ár var heyjað í
Lundey við Kollafjörð. Einnig sótti Magnús heyskap
austur í Ölvesforir og ók heyinu á hestvögnum alla
hina löngu leið að Blikastöðum. Síðar keypti hann þó
bíl til þeirra nota.
Þannig leið, þar til tilbúni áburðurinn kom til sög-
unnar, á þann hátt, að hugsanlegt væri að kaupa hann
og nota. Þá skapaðist nýtt viðhorf, og það viðhorf var
nolað lil stórra átaka. Rælctunin óx nú hröðum skref-
um, og um leið urðu tvö höfuð á liverju lcvikindi á
Blikastöðum og húsakostur allur langsamlega ónógur,