Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 17
BÚNAÐARRIT
13
sem húshóndinn sjálfnr tók þátt í hverju því verki,
er mest á reið. Hún var öll unnin með öldum hestum
og venjulegum hestaverkfærum. Ekkert var til þess
sparað, að hún gæti orðið í fullu lagi, hvorki vit né
vinna, áburður né fræ. Hugsjón Magnúsar í ræktunar-
málum var að gera ræktunina að heimilisstarfi, sem
unnið væri af þekkingu og leikni, með jöfnum og ör-
uggum tökuin, með heimaöldu afli. Þá hugsjón fram-
lcvæmdi hann úl í æsar og í svo stórum stíl, að hann
gat trútt uin talað.
Eins og kunnugt er, tók jarðræktin mjög þá stefnu
1920—1940, að frekar efldist trú á önnur úrræði en
þau, að hver bóndi hjálpaði sér sjálfur ineð eigin liest-
um og tækjum. Bændur hneigðust að því að treysta
á umferðavinnu með dráttarvélum. Þetta var Magnúsi
þyrnir í auguin og olli því, er hánn fór að liafa almenn
afskipli af búnaðarmálum, að nokkuð skarst i odda
með honum og suinum þeim mönnum, er lítið vildu
gera úr hestavinnunni og þeirri aðferð, er hann hafði
ávallt notað og taldi hollasta bæði fyrir hag hinna
einstöku bænda og bændastéttarinnar sem lieildar.
Þetta var engan veginn sprottið af þvi, að Magnús
hefði ótrú á vélum og vélanotkun. Hann keypti óvenju-
lega mikið af búvélum og notaði þær óspart, fór jafn-
vel illa með þær, hæði i notkun og þess utan, því að
eitt af því, sem lionum tókst aldrei að ljúka við, var
að koma sér upp áhaldahúsi, þótt liann væri alltaf að
byggja hin siðari ár. Hann byggði að sönnu áhalda-
liús, en fyllti það af ungneytum, áður en búvélarnar
kæmust í það! Þrátt fyrir þetta liafði Magnús góð og
mikil not af vélum sínum. Naut hann um það þess
hvors tveggja, hve hann átli alltaf góða vinnuhesta og
að hann var liagur bæði á tré og járn, þó sérslaklega
hið síðarnefnda. Hann smíðaði heima öll hestajárn,
járnaði liemla, skefti skóflur og kvíslar, sló fram plóg-
skera o. s. frv., og var þá um Ieið ódeigur við að gera