Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 38
B U N A Ð A H R I T
:u
nokkrum héruðum. Hafa bændur í Jicim sveitum gjarn-
an 10 20 mjólkurkýr og lieir stærstu allt upp i 50
kýi. Sumar sveitir eru sérstaklega vel fallnar til hrossa-
iícklar, vegna Jiess að þar bregðast sjaldan hagar og
hrossin ganga úti sumar og vetur. Þar hafa sumir
hændur um eða yfir 100 hross. í hezlu sauðfjárhéruð-
um hafa stærstu bændur 6—800 sauðfjár. Allviða er dá-
lítið af hænsnum. Stöku bændur hafa svin og geitur,
en algengt er Jiað ekki. Að lokum skal Jiess svo getið,
að margir bændur hafa síðustu árin tekið upp loðdýra-
rækt. Eru það aðallega silfurrefir, sem þar eru rækt-
aðir, en Jió sömuleiðis blárefir og minkar.
Aður voru engin verkfæri notuð við íslenzkan land-
búnað, nema léleg handverkfæri, og allir flutningar
fóru fram á hestum. Nú er þelta óðum að breytast.
Fleiri og fleiri býli eignast plóga, heri'i og önnur jarð-
vinnsluverkfæri, beita hestum fyrir þau og brjóta
Jiannig jörðina. f félagi kaupa oft fleiri bændur drátt-
arvélar og nota Jiær til skiptis við ræktun í stærri
stíl. í stað orfsins og hrífunnar, sem áður voru einu
heyvinnutækin, eignast æ fleiri bændur sláttuvélar,
rakstrarvélar og snúningsvélar. Talið er, að nálægt ann-
að hvort býli noti nú heyvinnuvélar. Flest býli hafa
mi vagna til flutninga heima fyrir. Slíkt þekktist ekki
áður. Vöruflutningar til og frá heimilum fara nú við-
ast fram á bílum. Simi er kominn í allar sveitir lands-
ins, og í sumum sveitum er sími á hverju heimili. Þá er
og útvarp orðið úthreytt um allar sveitir.
Jarðræktin.
Eins og áður hefur verið hent á, var ta'iiast hægt að
lala um nokkra verulega jarðrækt hér á landi, allt til
loka 1!). aldar. Eftir aldamótin hófu ýmsir fram-
kvæmdasamir hændur ræktun i stærri stil en áður hafði
tiðkazl, enda veitti ríkissjóður sinávægilegan styrk tit