Búnaðarrit - 01.01.1945, Side 80
7t>
BÚNAÐARRIT
Af samanburðinum scst, að allar dætur Mána nema
tvær hafa hærri fituprósentu í mjólkinni en mæðurn-
ar, og yfirleitt hafa þær ágætlega feita mjólk. Erfitt
er að segja um sumar dæturnar, hvort þær ætla að
verða belri en mæðurnar eða ekki, en um mikinn hluta
þeirra er það þó þegar greinilegt. Þó virðast tvær dæt-
ur Mána, báðar undan ágætum kúm, þær Rós 28, Sól-
eyjarbakka (sammæðra Ými, er verst reyndist) og
Flóra 56 á Syðra-Langholti, ekki ætla að ná mæðrum
sínum, og er það ekki mikið af 47 systra hóp. Það er
alveg óliætl að fullyrða, að Máni reynist vel, dætur
hans fá frá honum eðli til að gefa fejta mjólk og mik-
ill meiri hluti þeirra líka eðli til að umsetja mikið
fóður í mjólk og þar með mjólka mikið og verða arð-
samar kýr.
Tveir bræður Mána, synir Huppu 12 á Kluftum, eiga
nú orðið uppkomnar dætur, sem reynsla er fengin
um. Annar þeirra var eldri en Máni, hann hét Klufta-
brandur og var notaður í Biskupstungum, og þar eru
til undan honum margar kýr. Nautgriparæktarfélag
Biskupstungna er nokkuð í molum, ertda ungt. 1943
sendi það aðeins skýrslu um 93 fullmjólka kýr, og eru
20 þéirra dætur Kluftabrands. En nokkrar kýr hefur
gleymzt að feðra, eða þá að geta þess, að faðir væri ó-
þekktur, svo að það geta verið fleiri dætur, sem Klufta-
brandur á á skýslunni.
Meðalkýrin af þessum 93 var svo: Nyt 3086, fitu %
4.11, fitueiningar 12700.
En meðal dóttir Kluftabrands var svo: Nyt 3167,.
fitu % 4.25, fitueiningar 13590.
Það er því ákaflega augljóst, að d.ætur Ivluftabrands
hafa bætt meðalkúna í Biskupstungum verulega.
Hinn bróðirinn lifir enn. Hann er yngri en Máni,
tvíkelfingur móti kvígu, sem var ófrjó, og er eitt af
kynbótanautuin nautgriparækarfélagsins í Gnúpverja-
hreppi. Hann heitir Klufti. Ég hef eltki enn borið-