Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 84
BÚNAÐARRIT
«0
stjóri mæðiveikinefndar, hefur Guðmundur læknir
Gislason framkvæmt sæðingu og reynt að útbreiða kyn
hrúta, sem lítt voru næmir fyrir mæðiveikinni. Hafa
tilraunir hans gengið ágætlega og borið töluverðan
úrangur. Nú hugsar Guðmundur sér að reyna sæðing
kúa ogmun í vetur hafa hér i Reykjavík vetrung nnd-
an Rauðbrá á Hrafnkelsstöðum og Mána, sem hann
mun taka sæði úr.
Með þessu er byrjunin hafin, og þá er sagt, að verk-
ið sé hálfnað, livort sem svo reynist hér. Þarf vel að
athuga, hvernig sæðing kúa hér á landi verði bezt
skipulögð, og þarf það að gerast þannig, að heildin
hafi sem bezt not af.
V.
Ég tel Ianghepi)ilegast, að upp verði komið sérstök-
«m nautabúum í sambandi við mjólkurbúin, og mætti
vera hvort sem vildi, að þau væru eign mjólkurbú-
anna og rekin af þeim, eða eign sambanda nautgripa-
ræktarl'élaganna og rekin af þeim. Líka gæti rikið átt
þau og rekið. Nautabúin yrðu þá væntanlega fyrst um
um siim við Ölfusá, í Reykjavik, á Akranesi, i Borg-
arnesi, á Sauðárkróki og á Akureyri. Frá þessuin
stöðum öllum eru samgöngur daglegar við stór og
víðlend liéruð, og frá þeim má með mjólkurbílunum
senda sæðið eftir pöntunum. Á þessum stöðum þurfa
að vera valin, reynd naut, lík Mána, naut, sem menn
vita livernig eru og livernig kýr koma undan. Undan
þeiin á að ala framtíðar kýrnar, sem bændur búa við
og mynda eiga mjólkina. En það á lika jafnframt að
fara að liugsa um það að hafa nautgripi til kjötfram-
leiðslu og til að fá kálfa til þess, eiga á nautabúunum
að vera naut af völdum erlendum lioldakynjum og
sæði úr þeim á að senda þeim, sem vilja ala slátur-
gripi.
Með þessu mætli á stuttum tíma stórhækka kýr-