Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 85
BÚNAÐARRIT
81
nytina og gera meðalkúna miklu arðsamari en hún er
nú. En skilyrði til þess að það verði liægt er að fá á
nautabúin naut, sem vissa er fyrir að séu góð. Til þess
að afla þeirrar vissu, verður að setja upp sérstaka
nautarannsóknarstöð. Þangað verður að taka allra
bezt ættuðu nautkálfana, sem til eru, taka úr þeim
sæði og sæða kýr, sem vitað er, hvernig eru og ná-
kvæmar skýrslur hafa verið og verða haldnar um.
Síðan verður að gera nákvæman samanburð á mæðr-
unum og dætrunum, og fyrst þegar hann liggur fyrir,
cr hægt að segja, hvort bót verði að því að nota þetta
eða hitt nautið, sem rannsakað hefur verið.
Þessa stöð þarf ríkið að reka í samvinnu við bænd-
ur, helzt fáa en kúamarga bændur, svo að rannsóknin
verði léttari. Rekstur þessarar stöðvar kostar nokku'rt
fé, því að búast má við því, að þeir, sem tækju að sér
að reyna kvígur ungnautanna, sem verið væri að rann-
saka, færu á mis við notkun betri eldri nauta, a. m. k.
þegar stundir líða fram, en þá ælli nú líka gaíði ung-
nautanna valdra eftir ættum að verða vissari en nú
getur verið.
Umbætur, sem hægt væri að koma fram með notk-
un góðra nauta, eru svo miklar, að undrun mætti sæta.
Ef við t. d. heruin saman meðaldóttur Dýrafjarðar-
Hvanna og meðallalið í félaginu nú, eftir að dætur hans
eru búnar að hækka nyt meðalkýrinnar, þá gefa þær
1443 fitueiningum meira en meðalkýr sveitarinnar.
Eftir núverandi mjólkurverði þá eru 1443 fitueining-
ar kringum 470 króna virði. Til að mynda þá mjólk,
sem úr fást 1443 fitueiningar, þarf um 150 fóðurein-
ingar, og þær kosta nú líldega um 225 kr. Arðmis-
nninurinn er þvi 251 kr. á meðalkú.
MeðalfuUmjólka Mánadóttir 1943 mjólkar 3394 kg
nieð 4.31% fitu. Hún gefurþví 14628 fitueiningar. Þetta
er um 2000 fitueiningum meira en meðalkýr í hreppn-
úni gefur af sér. Og það er 4000 fitueiningum meira en
(> •