Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 89
BÚNAÐARRIT
85
ýmissa lægri dvra og ákvað nú að reyna við hunda.
Hann hafði tík eina í fullkominni einangrun í 20 daga,
en þá komu fram greinileg einkenni þess, að hún var
lóða. Var nú volgu sæði dælt inn í leg' hennar. 62 dög-
um siðar fæddust 3 hvolpar, sem að dómi Spallanzanis
liktust ba'ði bóður sinni og hundi þeim, sem lagt
hafði til sæðisskammtinn. Lík tilraun var endurtekin
1782 af P. Rossi með svipuðum árangri. Spallanzani
lramkvæmdi ýmsar fleiri athuganir í þessu sambandi.
Meðal annars sýndi hann fram á eftirfarandi atriði:
1 ) Hægt var að þynna sa'ðið mjög mikið með vatni,
án þess að það tapaði frjókrafti sínum.
2 ) Frjóvgunin skeði fyrir áhrif frjófrumanna.
3) Til j)ess að frjóvgun gæti farið fram, þurfti hæði
egg og þroskaðar frjófrumur.
Þrátt lyrir hina snjöllu byrjun upphafsmannanna
féll málið aftur í gleymsku í nærfellt heila öld eða
þar til úm 1870—1880, en þá var hafizt handa á ný
bæði í Evrópu og Ameríku. Fyrst var framkvæmd sæð-
ing á hundum með góðum árangri, og litlu síðar voru
gerðar sams konar tilraunir á hrossum. Tilraunum
þessum var nú haldjð áfram um skeið, aðallega á
hrossum, og varð árangurinn allmisjafn. Við öðru
var tæplega að búast. Aðferðirnar voru um þetta leyti
mjög frumstæðar, og þar að auki reyndist ekki eins
auðvelt að fást-við hrossin eins og hundana.
Þegar hér var komið sögu, kom Rússinn E. Iwanoff
fram á sjónarsviðið. Hann er nú almennt talinn braut-
ryðjandi á þessu sviði, og varð frumkvöðull þess, að
sæðing lnisdýra var tekin upp í stóruni stil.
1901—1904 voru frjódældar 109 hryssur undir hand-
leiðslu Iwanoffs, og tókst að frjóvga 85 þeirra. Þá
reyndi hann og bæði við kýr og kindur og var sá fyrsti,
sem frjóvgaði þessar dýrategundir með sæðingu.2)
1909 var stofnuð rannsóknastöð í Rússlandi til þess
«ð rannsaka eðli frjóvgunar og annast kennslu sæð-