Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 91
BÚNAÐARRIT
87
fleygt fram, og jafnframt hefur sæðing húsdýra verið
notuð meir og meir í þágu búskaparins í flestum
löndum.3)
Helztu aðferðir við sæðingu húsdýra, einkum
sauðfjár, nautgripa og hrossa.
Það er ekki mikill eðlismunur á þeim aðferðum,
sem notaðar eru við sæðingu mismunandi dýrateg-
nnda. Að sjálfsögðu eru áhöldin misstór, eftir stærð
dýranna, og ekki alltaf beitt sams konar aðferðum
við frjótökuna, en allmikill munur getur og verið á
einstökum dýrum af söniu tegund eftir stærð þeirra,
skaplyndi o. fl.
Sæðistakan.
Aðferðirnar til þess að ná sæðinu eru margs konar,
og verður hér getið nokkurra þeirra.
1) Sæðið er sogið upp úr skeið kvendýrsins, strax
eftir að lileypt hefur verið til. Þetta er einna elzta að-
ferðin og nú lítið sem ekkert notuð, þar eð sæðið
óhreinkast í skeiðinni, blandast vökva hennar og verð-
ur elcki eins nýtilegt til frjóvgunar.
2) Reynt hefur verið að húa til sérstök hylki eða
svampa, sem komið er fyrir í skeiðinni, áður en hleypt
er til. Sæðið lendir þá að meira eða minna leyti í hylk-
inu eða svampinum. Þetta reynist mun betur en að-
ferð 1), en er þó lítið notað nú, sökum þess að erfitt
er að fá nægilega mikið og kraftgott sæði með þessu
móti'. Það vill klistrast við hylkisvegginn og ekki vera
laust við óhreinindi. Svampurinn sogar í sig mikinn
hluta sæðisins, en hylkin geta sært lcvendýrin, og
fleiri annmarkar eru á þessari aðferð.
3) Enn hafa verið reyndir smokkar, sem festir hafa
verið á getnaðarlim karldýrsins, og hefur sumum gef-
izt þetta allvel við hesta. Þetta er þó litið notað nú,