Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 108
104
BÚNAÐARRIT
þeim vandkvæðum, sem nú hefur verið minnzt á. Með
aðstoð þeirra farartækja, sem nú er völ á hér á landi,
er hægt að senda sæði úrvalskynbótadýra hvert sem
er innan lands og vinna þannig á móti afleiðingunum
af einangrun landsvæðanna og sýkingarhættunni við
dreifingu kynbótadýranna. Ef fjárskipti eru fram-
kvæmd, er auðvelt að velja úr nokkurn hóp af beztu
fjárstofnunum á viðkomandi svæði, geyma féð í ein-
angrun og flytja síðan þessi eða önnur úrvalskyn með
sæðisflulningi inn á fjárskiptasvæðið strax eftir að
nýja féð hefur verið flutt þangað. Gerir þá minna til,
þótt það sé ekki valið, en jiess mun sjaldan kostur.
Síðastliðinn vetur kenndi ég nokkrum mönnum
sæðingu húsdýra og útvegaði þeim nauðsynlegustu
áhöld, eftir því, sem kostur var á. Reykjavíkurbær
veitti mér húsnæðisaðstöðu í þessu skyni, og vænti
ég þess, að áframhald verði á þessari starfsemi og
fullkomnari starfsskilyrði fáist strax á þessu ári.
Fyrstu lærisveinarnir, sem allir voru utanbæjarmenn,
voru eina viku við æfingu hér í Reykjavik, en héldu
síðan starfinu áfram, hvér í sínum heimkynnum. Ein-
um þessara manna, Haraldi Halldórssyni, bónda á
Efri-Rauðalæk i Holtum, tókst þegar síðasliðinn vetur
að frjódæla með aðsendu sæði nokkurn hóp af ám.
Hann fékk sent sæði úr tveim hrútum af úrvalskynj-
um, sem ég hafði undir hönduin, og tókst með frjó-
dælingu að fá nokkur lömb af báðum þeiin kynjum.
Þessi sæðisflutningur, sem stóð yfir á annan sólar-
hring, heppnaðist vel, enda þótt um lítinn undirbúning
og æfingu væri að ræða. Það er enginn efi á því, að með
aUkinni reynslu verður tiltölulega auðvelt að flytja
fjárkyn með sæðisfiutningi, hvert sem er innanlands.
En til jiess að þessi starfsemi geti átt verulega þróun
fyrir sér, þurfa að vera menn í sveitunum, sem hafa
verkfæri og æfingu til þess að fást við þessa hluti.