Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 118
114
BÚNAÐARRIT
hraust kyn að ræða. Vil ég hér nieð leyfa mér að Laka-
upp orðrétt upplýsingar um kyn þetta samkvæmt
bréfi Helga bónda á Hrafnkelsstöðum:
„Hér í sveitinni er kyn frá mér, sem virðist ætla að-
gefa ágæta raun. Það er komið frá hrúti keyptum
frá Sigurgeir á Helluvaði i Mývatnssveit, sein Norðri
hét. Hrútur þessi var afburðakind að öllu leyti, og
fó'ru hrútar undan honum víðs vegar. Má nokkuð
marka kosti hans á því, að yfir 20 synir hans hafa
fengið I. verðlaun á tveimur síðustu hriitasýningum,
en aðeins einn tvílemhingur fekk II. verðl. Aðeins
tveir af öllum þessum hrútum hal'a fengið mæði-
veiki, og standa nú víða einir eftir af hrútum, hver á
sínum bæ. Elztur og reyndastur af sonum Norðra er
Prúður í Bryðjuholti, nú að verða 7 vetra. Hann var
notaður strax lamb handa um 30 ám og alltaf síðan
mikið og á því mjög marga afkomendur, bæði ær og
hrúta, og aðeins þrjár kindur undan honum Jiafa
fengið mæðiveiki, eftir því, sem við bezt vitum.
Ég notaði Prúð í vetur og skipti á honum og Mosa
frá Mosfelli. Hef ég hugsað mér að blanda saman
þeim kynjum, sem reynast sterli, en nota eltl<i skyld-
leikarækt, þvi að ég hef þá skoðun, að það veild stofn-
inn. Auk þessa á ég 3ja vetra hrút undan Ljósa og
lambhrút undan Frey.“
Hvað snertir lýsingu á Prúðskyninu, hef ég, að svo
stöddu, engu við að bséta. Áthyglisverður er áhugi
Helga á því að safna að sér öllum hraustustu fjár-
kynjum, sem til næst, enda hafa þeir Hrafnlíelsstaða-
bændur nú talsvert á annað hundrað fjár af ungunx
og hraustum úrvalsfjárstofnum. Hafa þeir fylgt þessu
kynbótastarfi sínu svo vel eftir, að þótt mæðiveiliin
hafi lagt að velli á skömmum tíma mikinn hluta
gamla stofnsins, hefur fénu litið fækkað, og, að þeirra
eigin sögn, hefur veikin valdið þeim mjög óverulegu
fjárhagstjóni.