Búnaðarrit - 01.01.1945, Side 120
BÚNAÐARRIT
116
Austan Þjórsár hefur mæðiveikin nú komið upp á
tveim bæjum. Öllu fé hefur verið slálrað á bæ'juui
þessum, og heil landsvæði einangruð, til þess að
hindra frekari útbreiðslu. Líklegt er, að með þessu
móti takist að tefja útbreiðslu veikinnar i nokkur ár.
Þennan tíma þarf að nota sem allra bezt til þess að
flytja sterk fjárkyn um alla Rangárvallasýslu, og mun
rétt að leggja fyrst aðaláherzlu á Mosfells- og Prúðs-
kynin. Dreifing kynjanna getur gengið miklum mun
orar en til þessa. Ræði má auka mjög mikið sæðingar-
starfsemina, en auk þess nýta mun meira lambhrút-
ana. Með því að hafa hentuga bifreið til starfsins og
góðan útbúnað, býst ég við, að auðvelt væri að fá með
sæðingu strax á fyrsta ári um 2 þúsund lömb, af sterk-
um kynjum, í Rangárvallasýslu, án þess að sú starf-
semi yki á smithættuna á nokkurn liátt. Þegar á öðru
ári væri hægt að liafa öll líflömb í sýslunni meira og
minna blönduð mótstöðumildum kynjum. Myndi þá
vera hægt að endurnýja fjárstofninn í allri sýslunni að
miklu leyti á næstu fimm árum. Það er naumast á-
stæða til þess að gera ráð fyrir því, að slíkur frestur
fáist ekki víðast hvar í sýslunni, og víða verður vænl-
anlega enn lengri frestur á úlbreiðslu veikinnar.
Ef framkvæmd yrði á þessu, tel ég mjög líklegt, að
sá skaði, sem mæðiveikin orsakaði á þessum slóðum,
yrði injög óverulegur. Þess ber og að gæta, að litill
vafi er á því, að slíkar kynbætur mundu um leið auka
til muna heildarafurðir fjárins í þessari sýslu.
I öðrum héröðum, þar sem mæðiveikin er enn ó-
komin, er væntanlega víðast enn lengri tími til stefnu.
Þar má flytja mótstöðumestu kynin inn í sveitirnar
með sæðisflutningi, og dreifa siðan lambhrútunum, og
auka með sæðingu nýtingu þeirra innan sveitanna.