Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 121
BÚNAÐARRIT
117
Nokkur orð urn lungnaþembu eða „þingeysku
mæðiveikina“.
Ég vil taka það greinilega fram, að það, sem hér á
undan er skráð um mæðiveiki, gildir eingöngu um þá
veiki, en því má á engan hátt blanda saman við „þing-
eyska mæðiveiki“ eða lungnaþeml)u, eins og ég hef
leyft mér að nefna veiki þessa. Lungnaþemban virðist
nú valda einna mestum fjárskaða um vesturhluta
landsins auk Þingeyjarsýslu, þar sem hiin er einráð.
Vænti ég þess að la bráðlega tækifæri til þess að gera
nánari grein fyrir báðum þessum sjúkdómum og út-
breiðslu þeirra.
Ekkert kyn er enn þekkt, svo mér sé kunnugt, sem
öruggt er að standist lungnaþembuna. Þó mun þegar
mega benda á talsvert mikinn mun á mótstöðu ein-
stakra kvnja. Nokkrir bændur, sem hafa reynt hið
skozka Border-Leicesterfjárkyn, halda því fram sem
mótstöðumeira kyni en flestum hinum íslenzku, jafn-
vel gegn báðum þessum sjúkdómum. Samkvæmt ný-
fengnum upplýsingum frá 6 bæjum í Andaldlshreppi
hafa af 121 skozkum blendingum á bæjum þessum
tveggja vetra eða eldri, aðeins 3 drepizt úr mæðiveiki,
en 2 kindur eru veikar.19) Ástæða er til að ætla, að
þetta fé liafi tækifæri til þess að smitast bæði af
lungnaþembu og mæðiveiki.
Skozlca kyninu hefur þegar verið dreift nokkuð um
Þingeyjarsýslur meðal annars til þess að reyna styrk
þess gegn lungnaþemhunni. Af 25 hreinræktuðum,
skozkum kindum á þessu svæði, sem verið hafa með
sjúku fé, hafa 2 drepizt úr lungnaþembu, en 1 er veik.
Af 65 Skotablendingum, tveggja vetra eða eldri, hafa
drepizt 4.20) Hér virðist vera um mun betri útkomu
að ræða en algeng er í þessum sveitum. Fé l>etta hefur
þó flest verið of stuttan tíma með sjúku fé, til þess að