Búnaðarrit - 01.01.1945, Side 122
118
BÚNAÐARRIT
hægt sé að draga fullnaðarályktun um hreysti þess af
þeirri reynslu, sein fyrir hendi er.
Fullkomin ástæða væri til þess að koma upp á
skömmum tíma á sjúku svæðunum í Þingeyjarsýslu,
eða þar sem veikin er að hreiðasl út, milclu af Skota-
blendingum. Þyrfti þá sennilega sérstaka undanþágu
eða breytingu á gildandi lögum. Ef maður, sem hefði
áhöld til sæðingar og hefði lært til þeirra hluta, fylgdi
hverjum hreinræktuðum hrút af skozku kyni, sem til
næst, um fengilímann, ætti með sæðingu að vera hægt
að minnsta kosti að tífalda nýtingu hrútsins. Væri þá
væntanlega auðvelt að fá nægilega marga hrúta til
starfseminnar fyrir þau svæði, sem hafa mesta þörf
fyrir þessar kynbætur í svipinn. Þyrfti þegar i vetur
að beita röggsamlega slíkum aðferðum í þeim sveit-
um Þingeyjarsýslna, þar sem ekki verður framkvæmd-
ur niðurskurður, en veikin er ýinist komin í féð, eða
smitun þess vofir yfir. Af þessuin sökum er nauðsyn-
legt að forðast að drepa nokkra hreinræktaða skozka
kind á hinu fyrirhugaða l'járskiptasvæði. Sama gildir
um það, ef bændur kynnu að vita um íslenzka stofna,
sem reynzt hefðu mótstöðuiniklir gegn lungnaþembu,
eða verulegt kostafé, sem hætta væri á, að dæi út vegna
fjárskiptanna. Slíkar kindur er nauðsynlegt að láta
lifa og einangra tryggilega utan svæðanna, þar sem
fjárskiptin eru framkvæiiid.
Heimildir.
1. Lambert, W. V., og McKenzie, F. F.: „Artificial Insemination
in Livcstock Breeding", Circular No. 567, October 1940. Wash-
ington, I). C. United States Department of Agriculture.
2. Sörensen, E.: „Kunstig Sædoverföring lios Huspattedyrene".
Den Iígl. Veterinær og Landliohöjskole Aarskrift 1938.
3. Millcr, W. C.: „Observations on tlie Employment of Artificial
Insemination as applied to British Livestock Breeding“. Vet.
Bec. Jan. 8, 1938. Vol. 50.
4. Nielsen, F.: ,En kunstig Vagina til Hingst og Tyr“. Maaned-
skr. f. Dyrl. 1938.