Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 212
208
BÚNAÐARRIT
130.8% af öllum sýndum hrútum í sýslunni. Á síðustu
sýningu þar á undan hlutu 69 hrútar á sama svæði I.
verðlaun, eða aðeins 17.8% ai' sýndum hrútum. Hafa
því framfarir orðið miklar á þeim fjórum árum, er liðu
milli sýninganna. Meðalþungi allra fullorðnu hrútanna
óx uin 4.4 kg á þessum árum. Méstar urðu framfar-
irnar í Grýtubakkahreppi. Þar voru sýndir 1937 28 full-
orðnir hrútar, er vógu að meðaltali 98.6 kg, og 2 þeirra
hlutu 1. verðlaun og vógu þeir 108.5 kg, en 1941 voru
sýndir 44 fullorðnir hrútar, er vógu að meðaltali 105.7
kg. Af þeim hlutu 16 1. verðlaun, og vógu þeir 112.7 kg
að meðaltali.
Margt var um framúrskarandi hrúta á sýningum í
S.-Þingeyjarsýslu 1941. Mest bar á iirvalshrútum l'rá
Helluvaði eða undan hrútum þaðan og frá Páli á
Grænavatni. Af !. verðlauna hrútum voru 22 frá Hellu-
vaði eða synir hrúta þaðan, og margir aðrir i'yrstu
verðlaunahrútarnir áttu ættir sínar að rekja til fjár-
kyns Sigurgeirs á Helluvaði. Er óhætt að fullyrða, að
]iað ber langt af öðru fé í sýslunni, hvað snertir bvgg-
ingu og holdalag, þólt ágætir einstaklingar séu til af
öðrum ættum, og er þá jafnframt hezta hyrnta féð á
öllu landinu. Því nær allir hrútar frá Helluvaði og
flestir hrútar undan hrútum þaðan hlutu I. verðlaun, og
sýnir það frábæra kynfestu í stofninum.
Sú nýjung var upp tekin að Búnaðarsamband Suður-
Þingeyinga veitti heiðursverðlaun í peningum á bezta
lirútinn á hverri sýningu á sambandssvæðinu. Þessir
hrútar hlutu heiðursverðlaunin:
1. Á sýningu i Böðvarsnesi: Sómi, eign Valdimars
Valdimarssonar, Böðvarsnesi. Sómi var 3 vetra,
sonur Hvíts á Lómatjörn, sem ættaður var frá
Karli á Veisu og hlaut I. verðlaun nú og 1937.
2. Á sýningu í Skógum: Kvistur, eign Konráðs Jó-
hannssonar, Veturliðastöðum, 4 vetra að aldri, ætt-
aður frá Sigurði Davíðssyni, Hróarsstöðum, sonur