Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 229
BUNAÐARRIT
225
Kjósarsýsla og Rcykjavik.
Tafla N. gefur til kynna, hvaða hrútar hliltu I. verð-
laun í Kjósarsýslu og Reykjavík.
1 Kjósarhreppi voru sýndir margir góðir hrútar, en
fáir afburðakindur. Þeir voru yfirleitt hraustlegir og
allholdgóðir, en ekki að sama skapi þungir.
Svalkur á Reykjum í Mosfellssveit er mjöð góður
hrútur. Hann er vel vaxinn, holdgóður og hraust-
iegur.
Sömuleiðis er Búi Eggerts Nordal, Hólmi, mjög prúð
og glæsileg kind.
Freyr Kjartans Ólafssonar, Gretlisgötu 80, Reykja-
vik, er óvenjulega góður hrútur, þolslega byggður og
holdgóður með mikla og sterka ull.
Allmiklar framfarir hafa orðið í Kjósarsýslu siðan
1939, einkum hefur I. verðlauna hrútum fjölgað mjög
i hlutfalli við tölu allra sýndra hrúta í sýslunni.
Árnessýsla.
Á töflu N sésl, hvaða hrútar fengu I. verðlaun í Ár-
nessýslu.
Af þeim hrútiun, sem nú voru sýndir í sýslunni hlutu
26.6% I. verðlaun, en 1939 hlutu 15.4% I. verðlaun.
Mjög margir ágætir hrútar komu á sýningar í Árnes-
sýslu. Flest var af góðum hrútum eins og að undan-
förnu í Hrunamannahreppi, Gnúpverja-, Þingvalla- og
Hraungerðishreppi.
Bezti hrúturinn í Þingvallasveit var Hvellur Sveins
i Selkoti, framúrskarandi vel vaxinn og holdgóður
hrútur. Kárastaðahrútarnir voru einnig ágætir, og hafa
hrútar í Þingvallasveit tekið miklum framförum síðan
1939, einkum hvað þeir voru nú mun bakholdameiri og
jafnari á vöxt. Yfirleitt er ágætt fé i Þingvallasveit cftir
hrútum þaðan að dæma.
f Grafningi og Ölfusi eru yfirleitt of lélegir hrútar,
Baldur í Hlíð er hezti hrúturinn í Grafningi.
15