Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 235
BÚNAÐARRIT
2H1
mörgum kostum búnir, en þeir haí'a yfirleitt dálítið
gallaðar malir og l'Ieiri smærri galla.
f Leiðvallahreppi eru hrútar rýrir, en þó hefur
þeim farið mjög fram síðan 1939.
í Hörgslandshreppi eru flestir hrútar rýrir og margir
með öllu ónothæfir, en til eru þar ágætir hrútar eins
og Maríubakka- og Blómsturvallahrútarnir.
Þróunin síðustu árin.
Hér fer á eftir tafla, er sýnir tölu og meðalþunga
allra hrúta í hverri sýslu landsins, sem sýndir hafa
verið á árunum 1932—1943. Hrútar Lveggja vetra og
eldri eru aðgreindir frá veturgömlum.
Hrútasýningar voru hvergi haldnar árið 1936. Nær
því þessi tafla yfir þrjár sýningaumferðir, nema á Vest-
fjörðum, í Dala-, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum
aðeins tvær umferðir. Sést því á töflunni, hver breyting
hel'ur orðið á vænleika sýndra hnita á 9 árum í þrem-
ur landsfjórðungum og á 5 árum á Vesturlandi.
Fullorðriu hrútarnir hafa þyngzt að meðtltali um 4 kg
á 9 árum, en þeir veturgömlu um 3.92 kg á sama tíma.
Framfarir hafa orðið í öllum sýslum landsins, en hvergi
meiri en í Eyjafirði, Borgarfirði, Húnavatnssýslum og
Skagafirði.
Þetta er mikil framför á ekki lengri tíma, og þokist
fjárræktiri áfram í þessa átt, líða ekki margir áratugir
unz féð verður orðið mun jafnara og yfirleitt vænna en
það var fyrir 10—20 árum síðan.
Þess ber að gæta, að hrútarnir hafa ekki aðeins
þyngzt á undanförnum árum, heldur liefur þeim einnig
farið mjög frarn að vaxtarlagi og holdafari, eins og sést
t. d. á því, hve miklu fleiri hrútar hlutu I. verðlaun í
síðustu sýningarumferð en i þeirri næstu þar á undan.
Ekki hefur þessi árangur náðst með því að einblína
á stærð og þunga hrútanna við val þeirra, heldur með