Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 267
BÚNAÐARRIT
263
Vélskófla.
hæði votu og þurru hevi. Er vélin tengd. aftan í fjór-
hjólaða vagna og þeim ekið eftir flekknum eða görð-
unum, og rótá heyinu uþp i vagninn. Er einn maður
uppi í vagninum til að taka á móti heyinu og jafna úr
því. Er það oft sami maðurinn og ekur vagninum.
Getur þannig einn maður, eða maður með ungling,
fljótt og auðveldlega hlaðið vagnana. Þarf fjórhjólað-
an vagn lil þess að hægt sé að nota þessa vél, og hefur
þeim verið lýst áður.
1 suniuni hlutum Bandarikjanna hafa menn við
álíka votviðrasama tíð að glíma og við Islendingar.
Hafa þeir reynt ýmsar aðferðir til að verka hey sitt,
og sú, sem mest hefur rutt sér til rúms síðustu árin,
er að þurrka lieyið á túni einn eða tvo daga, en síðan
að hirða það í hlöðu, sem hefur blástursútbúnað og
blæs óhituðu eða hituðu lofti í gegnum heyið í nokkra
daga, þangað til það er þurrt. Hefur þessari aðferð
verið gefið nafnið „súgþurrkun“ hér á landi. Jafn-
framt þessari aðferð er einnig höfð votheysgerð, og er
ekið í vothey, ef ekki gefur þurran dag í viku tíma eða
lengur.
Áhöld þau, sem fyrr voru nefnd, bæði fjórhjólaður
vagn og lieyhleðsluvél eru notuð við liirðingu, bæði við
súgþurrkun og vótheysgerð. .
Blástursáhöld þau, sem notuð eru við súgþurrkun,
eru heldur ódýr, og má knýja þau hvort sem er með
rafmagni eða benzinmótor, og mætti jafnvel hugsa sér