Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 272
268
BÚNAÐARRIT
pipur og annan dýran Tit-
búnað þarf, eins og tíðkaðist
í hinum eldri gerðum, og
sparast allar innlagnir. Eru
þær svo ódýrar, að þær sam-
svara núverandi ársfjórð-
u ngska upi f j ósamann s.
Einn maður stjórnar vél-
inni algerlega, mjólkar hún
tvær kýr í einu, en hreytir á
meðan vélin mjólkar aðrar.
Mjaltavélarnar hafa engin
áhrif á mjólkurinagnið, sem
hver kýr gefur, en hreinni
og bakteríuminni injólk er
framleidd með þeim.
Suinar gerðir þeirra þarf ekki að taka í suridur til
hreinsunar nema einu sinni í viku, en á milli jiess,
sem verið er að nota þær, eru spenagúmmíin og boll-
arnir geymdir í sótlkveikjudrepandi völtva.
Hægt er að skeinma kýr með mjaltavélum, ef þær
eru misnotaðar og sldldar eftir á kúnuin of lengi eftir
að þær eru orðnar þurrar.
Venja er að hafa þær á kúnum þrjár inínútur. Eru
vélarnar það hraðvirkar, að þá eru flestar kýr orðnar
þurrmjólkaðar. Sumar kýr þarf að hreyta með einu
eða tveimur handtökum, el'tir að vélin er tekin af, en
margar ekki.
Ef vélar þessar væru almennt teknar i notkun hér,
væri hægt að lækka framleiðslukostnað mjólkur svo,
að um munaði. ítrekaðar tilraunir hafa sýnt, að einn
maður getur mjólkað 20 kýr á klst.
Sparnaður við að nota mjaltavélar er tiltölulega
meiri eftir því, sem kýrnar eru fleiri, en þó að sparn-
aöurinn sé ekki eins mikill við sex kúa hóp, þá eru það
samt þægindin, sem margir meta mikils, því að eftir
Mj altavélafata með
spenabollunum.