Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 277
273
B Ú N A Ð A R R I T
ið þannig, að aldrei kemur nema ein planta úr hverju,
og öll grisjunin sparast.
Að þessum öllum framförum og véluin athuguðum
tel ég það mjög liklegt, að við gætum framleitt sjálfir
allan þann sykur, sem við notum í landinu. Yerksmiðj-
ur þær, sem framleiða sykurinn úr rófum, eru venju-
lega stórar, og jafnvel þær minnstu framleiða meira en
okkar árlegu neyzlu nemur. En þetta er það mikið
nauðsynjamál, að sjálfsagt er, að nánari athuganir á
máli þessu fari fram sem fyrst.
Grænmetisrækt. Niðursuða grænmetis og ávaxta
hel'ur verið stór atvinnugrein víða erlendis. En þetta
hefur breytzt mikið á síðari árum, síðan kæliskápar
og frystiklefar urðu almennings eign. Nýr stóriðnaður
hefur risið upp, sem er frysting grænmetis og ávaxta.
Með frystingu er maturinn hæði hollari og bragðbetri
og miklu útgengilegri vara. Frystu grænmeti hefur
fleygt svo fram, að það er mikið að útrýma niður-
soðnu grænmeti.
Möguleikarnir fyrir islenzka garðrækt eru því ótak-
markaðir. Á okkar stutta sumri getum við framleitt
nægilegt grænmeti til neyzlu allt árið.
Koma þarf upp pökkunarstöðum, sem pakka og
frysta græninetið í hæfilega stóra pakka til sölu heint
úr frystihúsinu. Eru það mikil þægindi, jafnt fyrir
neytendur sein framleiðendur. Framleiðendur þurfa
ekki að óttast, að það, sem ekki selzl á sumrin og
haustin af grænmeti, skemmist og þurfi að kasta því.
Það er bara fryst, þangað lil markaður er fyrir það.
Hins vegar fær neytandinn hollt grænmeti allan árs-
ins hring. Mun það lýsa sér í bættu heilsufari alþjóðar.
Auk þess mun margt manna fá atvinnu við þessa nýju
framleiðslugrein.
Það þarf því að koma upp nokkruin hraðfrystihús-
um í þeim hverfum og sveitum, sem bezt eru fallin til
garðræktar og auka þar garðræktina eins og hægt er.