Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 14
12
BÚNAÐARRIT
þau ófullkomin, enda kröftunum víða dreift, með þvi
að hafa þau allt of mörg, því hvergi er þörf fyrir
nema eitt sláturhús í hverjum verzlunarstað. Hér eiga
bændur eftir að þoka sér saman, og koma málum
sínum betur fyrir.
í fyrstu var Iítill verðmunur gerður á kjötinu eftir
gæðum. Síðan var dilkakjötið flokkað eftir þyngd, og
nokkur verðmunur gerður í heildsölu, en síðustu árin
er það flokkað bæði eftir gæðum og frágangi, og verð-
munur gerður í heildsölu og til bænda. Ætti þetta að
vera bændum hvöt til bættrar meðferðar sláturfjár
og sláturfjárafurða. Verðmun þann, sem gerður er á
heildsöluverði, verða neytendur reyndar lítt varir við,
og þyrfti þó svo að vera.
Hér er því verkefni fram undan. Það þarf að
herða á matinu, fækka og bæta sláturhúsin, og láta
verðmismun þann, sem gerður er í lieildsölunni eftir
gæðaflokkum ná til neytenda. Þetta veit ég að verður
gert á næstu árum. Það er minni breyting en sú,
sem orðin er. En þó nú sé svo komið, að allir viður-
kenni að sjálfsagt sé að slátra öllu sauðfé í slátur-
húsum, og flestir, að rétt sé að gæðameta það, þá
vanlar mikið á að sama sjónarmiðið sé ráðandi með
stórgripakjötið. Stórgripunum er enn víðast slátrað
heima, og kemur stórgripakjötið því í mjög misjöfnu
ásigkomulagi á markaðinn. Hér þarf að verða hreyt-
ing á og hún verður, en það tekur tíma, eins og það
tók með kindakjötið.
Eins og kindakjötið var misjafnt, sem menn fluttu
á klökkum í kaupstaðinn um aldamótin, eins var
mjólkin misjöfn, þegar bændur tóku að selja liana.
Bændurnir hófust sjálfir handa, reistu sláturhúsin
og siðan frystihúsin til að bæta kjötverkunina. Kaup-
mennirnir, sem höfðu verzlað með það áður, sátu
flestir hjá. Eins voru það aftur bændurnir, sem reistu