Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 295
BÚNAÐARRIT
293
Öddgeirshólum. Kg trúi ekki öðru en að í Gnupverja-
hreppi verði niikill kynbótaárangur á næslu árum, ef
félagsstarfseminni hrakar ckki.
22. Nf. Hrunamannahrepps, Árnessýslu. Þetta félag
er eilt af elztu félögunum, og hefur það starfað af
miklum áhuga og dugnaði og með almennri þátttöku
nú um áratuga skeið. Þekktast er þetta félag þó fyrir
það, að þangað hefur helzt verið að sækja naut af
Kluftakyni, en Kluftir eru afskekkt fjallabýli í Hruna-
mannahreppi á takmörkum hins byggilega og ó-
byggilega hluta landsins. Á þriðja og fjórða tug þess-
arar aldar bjó Guðmundur heitinn Sigurðsson þar,
og fékk hann með konunni kú, sem Skjalda hét og var
í móðurætt frá Núpstúni. Hún var ekki nema meðal-
kýr, og ekki er vitað um neina fram úr skarandi gripi
í ætt hennar. Undan Skjöldu þessari og Birni frá
Birnustöðum á Skeiðum var Huppa 12 á Kluftum. Hún
varð gömul kýr og var á meðan hún lifði einhver af-
urðahæsta kýr landsins. Undan henni voru alin þessi
naut: 1. Huppur, Hrunamannahreppi; 2. Kluftabrand-
ur, Biskupstungum; 3. Máni, Hrunamannahreppi; 4.
Klufti, Gnúpverjahreppi; 5. Glæsir, Hrunamannahr.;
6. Suðri, Mývatnssveit, og 7. Brandur, sem síðast var
notaður á sæðingarstöðinni á Hvanneyri. Reynsla er
komin á 6 elztu syni hennar, og hafa þeir allir bætt
kúastofninn, þar sem þeir voru notaðir, og sumir stór-
bætt hann. Þrjár dætur Huppu voru aldar upp á
Kluftum, en það voru Ósk, Gullbrá og Hosa. Þær voru
allar úrvals kýr og virtust erfa það ágætlega i'rá sér.
Undan Ósk var l. d. Þáttur í Gaulverjabæjarhreppi
og Rauðskinna 52 á Hrafnlcelsstöðum, undan Gullbrá,
Repp í Hraungerðishr., Branda 55 á Hrafnkelsstöðum
og Skrauta á Jaðri, og undan Hosu Skuggi í Djúpár-
hreppi. Kynfesta virðist því hafa verið alveg ótrúlega
mikil í Huppu 12 á Kluftum og afkvæmum hennar.
Aður en fór að gæta áhrifa Huppu á Kluftum, vár