Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 296
294
BÚNAÐARRIT
í Hrunamannahreppi allgóður kúastofn, en harla ó-
samstæður. Þar hafði þá helzt gætt áhrifa frá naut-
um af Skeiðunum og frá Hvanneyri. Um líkt leyti og
þeir Huppur og Máni fóru að setja svip sinn á naut-
griparæktina í félaginu, voru tvö önnur naut þar, sem
hafa slcilið eftir sig greinileg spor, en það voru þeir
Kollur frá Hrafnkelsstöðum og Hjáhnur frá Hjálm-
holti, sonur Gamla og Sneglu 39, en þau voru bæði und-
an Gyðju 19 í Hjálmholti, sem á sínum tíma var ein
af fremstu kúm þessa lands. En eins og áður er getið,
þá voru notaðir í félaginu í mörg ár þrír synir Huppu
á Kluftum, ennfremur Gyllir frá S.-Seli, sonur Hupps,
Túni f. Túnsbergi, Brandur f. Unnarholtskoti og Bakki
frá Grafarbakka, synir Mána, og Reykdal frá Reykja-
dal og Ási frá Ásatúni, synir Glæsis. Það er því óhætt
að segja, að kúastofninn í Hrunamannahreppi hafi
með hverju ári orðið lireinræktaðri stofn af Iílufta-
kyni. Það nautið, sem hefur markað dýpst spor í
Hrunamannahreppi, er Máni frá Kluftum. Undan hon-
un hafa verið aldar um hundrað kýr og þær reynzt
með afbrigðum mjólkurlagnar og fituháar og af þeim
sökum verið mikið notaðar til þess að ala undan þeim
kvígur.
í Hrunamannahreppi eru nú margar ágætar nauts-
mæður, en elcki eru þær eins margar og ýmsir vilja
halda. Kluftakynið hefur verið ræktað of einhliða
með tilliti til hárra afurða, og sést það allra gleggst,
þegar skoðaðar eru kýrnar í Hrunamannahreppi.
Hreppsmeðaltalið hefur verið þar um 13 þúsund fitu-
einingar undanfarin ár. En kýrnar eru mjög margar
of grannbyggðar og of grannholda, fáar með góða yfir-
línu, flestar með gallaða malabyggingu og margar of
fastinjólkar. Allt þetta verður að varast við fram-
haldsrækt Kluftakynsins, ef það á að halda velli fyrir
öðrum kúastofnum, sem núna liggja langt fyrir neðan
Kluftakynið með mjólkurafköst.