Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 189
BÚNAÐARRIT
187
hún hefur búið lil í þessu skyni, og gefa þær tilraunir
von um, að í því sé nokkur vörn. Því var horfið að því
ráði að gefa mönnum það falt, og voru bólusett með
því lömb á garnaveikisvæðinu. Skiptar eru skoðan-
irnar um það, hvort rétt sé að fara strax að gefa bólu-
efnið falt eða bíða eftir frekari reynslu á gagnsemi
þess. En með lilliti til þess feikna tjóns, sem garna-
veikin gerir, og þess, hve litlar líkur eru fyrir, að
henni verði útrýmt mcð fjárskiptum, þar sem hún líka
er í nautgripum, þótti sjálfsagt að reyna bólucfnið í
stærri stíl en gert hefur verið, og standa vonir til, að
auka megi verulega ónæmi sauðfjár fyrir veikinni
með því.
Vcturinn lil áramóta var ágætur fram í desember,
en þá kom fénaður víða á hús, cnda voru þá umhleyp-
ingar og hríðarveður um skeið, svo að sums staðar
varð haglitið og á öðrum stöðum nýttist jörð ekki
vegna veðra. Aftur kom þó jörð, og niá vetur heita
góður um land allt til áramóta.
Mjólkurframleiðslan hefur minnkað, þótt ekki liggi
enn fyrir hve mikið, en líklega er það nálægt 1 millj.
kg. Kemur þar hvort tveggja til, að sums staðar liafa
menn aftur fækkað kúnum, en hitt skiptir ])ó meiru,
að fóðurbætisgjöf hefur verið minnkuð, en hins ekki
gætt jafnframt að auka hevgjöfina sem því svarar.
Sala neyzlumjólkur hefur minnkað og því aukizt það
mjólkurmagn, sem vinna þarf úr afurðir.
Afkomuskilyrði bænda hafa þá líka verið álcaflega
misjöfn á árinu, og valda því mest harðindi undan-
genginna ára (vor 1949, suinar 1950 og vetur 1950—■
51), sem hafa gengið hart að mörgum. Alls staðar hafa
þau þó versnað með vaxandi dýrtíð, og kemur það þó
alveg sérstaklega hart niður á þeim, sem standa í
hyggingarframkvæmdum.
Stjórn Uúnaðarfclags íslands hefur hreytzt að því
leyti, að Bjarni Ásgeirsson alþm. neitaði á Búnaðar-