Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 241
BÚNAÐARRIT
239
Ólafsfirði), en sennilega er þó ekki ástæða til að áætla
ásettu dýrin fleiri en hér var nefnt.
Tvö af þeim búum, sem ráðunauturinn taldi, eru
nú lögð niður (þau stærstu) og eitt bú, ótalið hjá
honum. Eftir eru nú 7 minkabú, og bústofninn mun
vera sem hér segir (tríó = 3 dýr):
1. Minkabú Ásbjörns Jónssonar, Hraunholti (Ásgarði),
Garöahr..................................... 50 tríó
2. — Haralds Sigurðssonar, Minkagerði, Garðalir. ... 20 —
;i. — Sveins Sveinssonar, Hraunliolti, Garðahreppi . . 25 —
4. — Guðin. Áshjörnssonar, Hliðarv. 13, Kópavogi .. 11 —
5. — Jakobs Guðmundssonar og Guðm. Betúelssonar,
Flateyri ....................................... 7 —
(i. Minkabúið (Kaldbakur h.f.), Dalvík ............. 100 —
7. Minkabú Sigurjóns Sigurðssonar, Ólafsfirði ....... 20 —
Alls 233 tríó
Talan á 2 síðasttöldu búunum er áætluð, en liilt er
eftir upplýsingum eigenda, beinum eða óbeinum.
Fjögur fyrsttöldu búin hef ég skoðað og tel, að nr.
1 og 4 (einkum nr. 4) fullnægi hinum strangari
kröfum laganna frá 1945 um vörzlu, og hin hinum
vægari kröfum sömu laga, svo og nr. 5, eftir lýsingu
hreppstjóra. Um tvö hin síðustu hef ég engar skoð-
unarskýrslur fengið og get því ekkert sagt um vörzl-
una þar. Þó hygg ég, að nr. 6 hafi fullnægjandi vörzlu
í bráð, og það bú mundi nú hafa komið upp stein-
steyptu minkahúsi, ef l'járfestingarleyfi hefði fengizt.
Um bú nr. 7 get ég að svo stöddu ekkert sagt. —
Vegna lasleika míns í haust og framan af vetri gat
ekki orðið af því, að ég skoðaði hin fjarlægari minka-
bú.
Ekki mun fjarri lagi, að minkaskinnaframleiðslan
á s. I. ári hafi verið um 1000 tals og meðalvcrð allt að
kr. 200 á skinn.
il/. Stefánsson.