Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 89
BÚNAÐARRIT
87
í sveitunum. Þetta getur niunað allt að 1 kg á vænstu
dilkum.
El' við rifjum upp jafnaðarvigtina frá fyrri árum,
þá her hún það með sér, að sigið hefur í áttina til
meiri afurða af fénu. Það hefur ekki alltaf gengið vel.
Það má líkj a því við sjóbarning. í hviðunum stendur
allt fast og hrekur jafnvel aftur á bak, en á milli,
þegar dúrar, næst lengra fram en tapaðist, og með
dugnaði og árvekni næst oftast land uin síðir. Eins
er þetta með jafnaðarvigtina okkar. I vondu árunum
stöndum við í stað og jafnvel töpum, en náum því
aftur í góðu árunum og bætum þá stundum fyrri
met. En þó er enn óvist um landtökuna.
Árið 1920 var jafnaðarvigtin 9,83 kg, 1930 10,58
kg, 1940 11,48 og i ár, 1950, 12.57 kg.
Á fyrsta tugnum 20 til 30 erum við að berjast við
að ná 10 kg, sum árin á milli komumst við allt að
11 kg, en þá kemur hviða, sem í hrekur aftur á bak,
en erurn samt öruggir með 10 kg 1930. Úr því fer
aldrei niður fyrir það, hvernig sem í ári lætur. Á
næsta áratugi er glímt við að ná 11 kg, og það hefur
tekizt 1940, þó niður fyrir það sé farið eftir það. Eins
og áður hefur ýmist gert, að reka eða ganga. Nú höf-
um við endað síðasta tuginn 40 til 50 og náð 12 kg.
Niður fyrir það má aldrei fara. En líka á þessum
síðasta tug höfum við mætt andblæstri. Oft hrakið
meira aftur á bak, og svo aumir urðum við 1941, að
þá var jafnaðarvigtin 10,77 kg. En aftur á móti liefur
aldrei gengið eins vel á milli. Eftir miðjan tuginn
alltaf við 12 kg og metið er 1948 13,10 kg, sem við,
því miður, hrindum ekki að þessu sinni, en gerum
það vonandi á næsta áratug. Eftir 1960 ættum við
aldrei að fara niður fyrir 13 kg. Þetta ætti engin of-
raun að vera, þó fyrr væri. Það sýna bezt nágrannar
okkar, öræfingarnir, sem hafa gert miklu betur en
við. Áður, þegar ég þekkti til og keypti þar fé á fæti,