Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 188
186
BÚNAÐARRIT
þessu hólfi hefur sauðfé verið flutt víðs vegar, og
veit því enginn, hvort veikin keniur upp annars staðar
eða ekki, og má telja það hreina tilviljun, ef svo verður
ekki.
Eins og nú er komið ætti mönnum að verða það
Ijósara en áður, að það, hvernig tekst lil með útrým-
ingu pestanna er fyrst og fremst komið undir því
tvennu, að sagt sé til, þar sem fé er veikt, og hvergi
leynt veikri kind og að haldnar sén allar reglur um
samgöngur fjár yfir varðlínur, sátthreinsun húsa og
annað, sem fyrir er lagt. Á þessu hefur verið mjög mik-
ill misbrestur. Á Hólmavíkurkindunum tveimur sá
veiki í fyrra vetur, en ekki var sagt frá því né læknis
viljað, og fyrst í haust, er þær voru drepnar, varð
öllum kunnugt, hvernig komið var. En hve margar
lcindur hafa þær getað smitað síðan um áramót í fyrra?
Og meiri hluta af útbreiðslu sauðfjársjúkdómanna má
rekja til þess, að menn hafa ekki hlýtt settum fyrir-
mælum.
Slátrun var með minnsta móti í haust. Ekki liggja
enn fyrir nákvæmar sláturskýrslur, en til sölu
hefur verið slátrað milli 230 og 240 þúsund dilkum.
Aftur var slátrað með mesta móti af fullorðnu fé, og
kom það af hinu stóra niðurskurðarsvæði.
Lömb reyndust rýrari cn undanfarin ár mjög víða,
og líklega er meðalfallið nálægl 14 kg. Hér mun hæði
koma til vorlculdi og lítill gróður um burðinn (sbr.
áður), en líka hitt, að margir spöruðu fóðurbæti, þótti
hann of dýr, sérstaklega á því svæði landsins, sem
heyin voru bezl, og sýnir það sig nú, að þeir hafa gert
það um of. Það borgar sig alltaf bezt að fara svo með
hverja skepnu, að hún geti gefið eiganda síniim fullan
arð.
Reynt var nú í stærri slíl en áður að gera sauðfé
ónæmt við garnaveiki, með bólusetningu. Tilrauna-
stöðin á Keldum hefur í nokkur ár reynt bóluefni, sem