Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 49
BÚNAÐARRIT
47
inn til hænsnafóðurs, ýmist blandað saman við ann-
að fóður í fóðurblöndum, eða til að gefa það eitt sér.
Hér er því um ræktun að ræða, sem mundi geta
sparað verulega innfluttan fóðurbætir, og þar með
erlendan gjaldeyrir, ef það heppnaðist, og gera lcorn-
ræktina almenna í veðursælli héruðunum, þar sem
telja verður hana nokkurn veginn örugga, eftir Sáms-
staðatilraununum.
En hvort það tekst eða ekki, fer fyrst og fremst
eftir því, livort það tekst að láta bændurnar íslenzku
læra þá ræktunarmenningu, sem verður að vera hyrn-
ingarsteinninn, sem kornræktin hvílir á. Sámsstöðum
hefur ekki tekist þetta enn, en árin eru enn færri, sem
varið hefur verið í þessa kennslu, en þau, sem farið
hafa í það, að útbreiða votheysgerðina, svo enn er
óreynt hver árangurinn verður endanlega.
XVI.
Við byrjun aldarinnar höfðu bændur undirristu-
spaðann til þess að rista ofan af þýfinu, þegar þeir
voru að slétta túnþýfið. Plógar voru að vísu til, en
mjög óvíða og helzt notaðir til þess að plægja upp
flögin, þegar búið var að rista ofan af. Þá voru líka
til gaddaherfi, til að lrerfa þau með, en líka þau voru
lítið notuð. Algengast var að stinga flögin upp með
skóflu og jafna til í þeim og mylja með skóflunni,
gafflinum og klárunni.
Við heyskapinn var notað orfið, ljárinn og hrífan.
Allra fyrstu sláttuvélarnar koma til landsins uin alda-
mótin, en komu almennt ekki að notum, þó þær
væru til á einstaka bæ. Allt hey var bundið og reitt á
klakk heim í lieygarðinn, þar sem úr því var leyst,
heyið borið upp og tyrft.
Á þessari hálfu öld liefur orðið breyting á þessu
sem nálgast byltingu. Undirristuspaðinn er liorfinn
að kalla, og maður, sem í vor þurfti að nota hann, var