Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 80
78
B Ú N A Ð A R R I T
nægri nákvæmni, eftir þeim gögnum, sem hér liggja
fyrir, en nokkur atriði verða þó lítillega rædd.
Fá tvílemburnar meira fóður en einlembur? Á
liverju þessara búa fá allar ærnar sama fóður, og
þannig mun það víðast vera, nema í köldum vorum,
þegar ær bera í húsi, fá tvílembur alls staðar meira
fóður eftir að þær eru bornar, þar sem sómasam- |
iega er hugsað um fé. Að vísu þyrfti að gefa eldri
tvílembum meira allan veturinn en öðru fé, en það
er því miður of óvíða gert.
Endast tvílembur ver en einlembur? Ýmsir álíta
að tvílembur nái ekki jafn háum aldri og einlembur.
Gögn vantar til þess að sanna eða afsanna þessa
skoðun, en eftir því sem ég hef veitt athj'gli þá ná
tvílembur jafnháum aldri og þær ær, sem sjaldan
eða aldrei eru tvílembdar. Mun svo flestum reynast,
sem fóðra féð vel. Séu ær vanfóðraðar, þá er víst að
tvílembur rýrna fljótt og endast illa. Jafnvel þótt
gengið sé út frá því, að meðalaldur þeirra áa, sem oft
eða alltaf eru tvílembdar, verði eitthvað lægri en þeirra,
sem aldrei eru tvílembdar, þá er víst að endurnýjun-
arkostnaður ærstofns á búi, þar sem margar ær eru
tvílembdar, og gefur af sér jafnar tekjur og annað
fjárbú, þar sem ær eru allar einlembdar, verður mun
lægri á tvílembubúinu, vegna þess að það þarf miklu
færri ær tvilembdar en einlembdar, til þess að gefa
sömu tekjur.
Það berast því öll bönd að því, að það borgi sig
mun betur að stefna að því að fá mikinn hluta ánna
með tveimur lömbum. Til þess þó að það sé rétt »
stefna verður eitt skilyrði að vera fyrir hendi, það er
nægur fóðurforði, hvernig sem árar, og vilji og skiln-
ingur á því, að það borgar sig ávallt bezt að fóðra féð
svo vel, að það geti gefið fullan arð.
Töflur 6—9 sýna hvaða verðlaun úr ríkissjóði,
samkv. búfjárræktarlögunum, sauðfjárræktarbúin