Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 94
92
BÚNAÐARRIT
öllu heldur ala þau lieima til að leggja þau inn vetur-
gömul og gerir hann þá ráð fyrir, að lijá góðum fjár-
gæzlumönnum geti þau gert að haustinu 20—25 kg.
Eða að öðrum kosti leggur hann til, að hafa mjög
mikinn verðmun á III. fl. kjöti og I. i'l. Það væru mörg
lömh í Suðursveit og Nesjum, sein þyrfti að setja á
umfram viðhald stofninum, ef þessari reglu væri fylgt.
Og væri þetta þó ekki svo till'innanlegt, ef hægt væri
að jafna gríslingunum niður eins og útsvari. En svo
er ekki. Eins og áður hefur verið á bent, er þetta
mjög misskipt, allt frá 1% upp i 60%, og ein sveitin
hefur yfir 20% að meðaltali í III. fl. Þó hægt væri
að setja öll þessi lömb á vetur vegna lieyja, er lítil
trygging fyrir því, að þau yrðu I. fl. að hausti. Hjá
þeim, sem hafa 40—60% af lömbunum í III. fl. eru
litlar líkur fyrir að afturhvarfið komi svo fljótt. Enda
eru dæmi til, að kroppar af veturgömlu hafi vegið
aðeins 12 kg.
Ég er ekki sammála Arnóri um það, að réttast væri
að miða inntöku i sláturhúsið við 12 kg þunga. Kjöt
af 12 kg lambi gelur verið belra en af 20 kg, en það
er sannleikur, sem hann segir, að III. fl. kjötið er
tæplega boðleg vara, og þar sem mikið er af því, horfir
til vandræða í framtíðinni. Ég veit, að ekki verður
hjá því komizt, að eitthvað af því slæðist með. En
fyrr má rota en dauðrota. Ef ekki væri um að gera
nema 5—-10%, væri enginn vandi á ferðuin. Þá mætti
éta þau heima eða gera úr þeim ætar kindur, en öðru
máli gegnir, þegar um er að ræða 20—60%. Eins og
annað er þetta misjafnt í sveitunum, bæði í heild og
innbyrðis. Þannig eru t. d. á Mýrum og Lóni tvö
heimili í hvorri sveit, sem hafa yfir 20% í III. fl., en
10 heimili í hvorri, Nesjum og Suðursveit. Þar skilur
ekki hvítur sauður frá svörtum.
Að öllum líkindum eiga tvílembingarnir sinn ríf-
lega þátt i III. fl. kjötinu, sérstaklega hrútlömbin.
íi