Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 248
246
BÚNAÐARRIT
fyrir byggingu. I>cssi listi var síðan afhentur stjórn
viðkomandi nautgriparæktarfélags. Það yrði alltof
rúmfrekt að birta þessa lista bér, en yfirlit yfir nið-
urstöður sýninganna má sjá á töflu I. Eins og sjó
má á því yfirliti fengu 287 kýr I. verðlaun, eða rúm-
lega 10. hver kýr, sem sýnd var. II. verðlaun fengu 975
kýr, eða rúnilega 3. hver kýr, III. verðlaun 859 kýr, eða
tæplega 3. hver kýr, og engin verðlaun 588 kýr, eða
rúmlega 5. hver kýr, sem sýnd var. Af nautunum fengu
11 engin verðlaun, 19 III. verðlaun, 98 II. verðlaun og
4 I. verðlaun. Þau naut, sem engin verðlaun fá, eru
talin ónothæf með öllu lil kynbóta, þau, sem fá III.
verðlaun, bjóða að einhverju leyli góðan þokka, en
skortir annaðhvort sæmilega byggingu eða viðunandi
ættfærslu. 1 II. verðlaun fara naut, sein hafa þannig
ættartölu á bak við sig, að þau eru talin líkleg til
þcss að auka afurðasemi kúastofnsins, og ekki svo
illa byggð, að þau skemmi verulega byggingu kúnna,
þar sem þau eru notuð. I. verðlaun fá aðeins þau naut,
sein sýna það í afkvæmum sínum, að þau bæti kúa-
stofninn með tilliti lil afurðasemi og skemmi ekki
verulega byggingu kúastofnsins.
Á þessum sýningum var í fyrsta sinn heitið heiðurs-
verðlaunum á kýr. Þetta eru afkvæmaverðlaun, og tók
ég upp þó reglu, að þær kýr einar kæmu til greina
við úthlutun þessara verðíauna, sem sýndu með sér
4 afkvæmi. Til þess að hljóta I. heiðursverðlaun þurftu
að minnsta kosti tvö afkvæmi að fá I. verðlaun, en hin
tvö II. verðlaun. Aðeins 6 kýr kepptu um þessi verð-
laun að þessu sinni, og hlaut ein þeirra I. heiðursvcrðl.
fyrir afkvæmi. Það var Kolskjalda nr. 9, Jóns Bjarna-
sonar, Skipholti, Hrunamannahr. Hún cr fædd 1938,
dótlir Mána frá Kluftum og Skjöldu í Skipholti. Hún
mjólkaði s. I. 4 ár að meðaltali 3620 kg með 4.16% feita
mjólk, eða 15049 fitueiningar. Hún fékk 79 stig fyrir
byggingu, en ]>að mun láta nærri að hafa verið meðal-