Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 25
BÚNAÐARRIT
23
til sögunnar rafstöðvar reknar mótorum, svo og
vindrafstöðvar, og er tala þeirra höí'ð sér, þar sem
þær gefa ekki sömu þægindi og tekjur, sem hinar.
Hið sama er gert árið 1950. Teljararnir við mann-
talið 1. desember telja rafmagn frá vindrafstöðvum,
og eru tölur um fjölda þeirra á eftir tölu annarra
rafstöðva i sýslunni. Grun hef ég um það, að ýmsar
vindrafstöðvarnar séu nú orðnar úr sér gengnar og'
lítils virði, þó taldar séu.
Annars er talið að á 478 bæjum, eða 8,8%, sé raf-
magn frá almenningsveituin, á 463 bæjum frá vatns-
aflsstöðvum, sem eru eign bændanna sjálfra, og eru
])á vatnsaflsstöðvar á 8,6% af byggðum jörðum. 757
bæir, eða 14,0%, hafa mótora, og 907 bæir, eða 16,8%,
fá rafmagn frá vindrafstöð. I maíhefti Freys árið
1951 eru aðrar tölur uin þetta gefnar upp af Jakobi
Gíslasyni, og skal enginn dómur lagður á það, hvorar
eru réttari, en augljóst er þó að bann telur jarðirnar
ekki rétt, sleppir jörðum í sumum sýslum, en telur
með bús í öðrum.
Rafmagn var því á 2605 jörðum eða 48,2% af þeim,
er byggðar voru 1. des. 1950. (Sjá h. mijnd.)
Augljóst er hvernig þróunin hefur verið, og ljóst
er bvert bún stefnir. Hún stefnir að því að koma
rafmagni á bvert heimili. Enginn vafi er á því, að
markmiði þessu verður náð á seinni belming aldar-
innar og þýðingarmikið, að því verði náð sem fyrst.
En hér er um fjárfrekar framkvæmdir að ræða, eink-
anlega vegna binna miklu fjarlægða milli bæja í dreif-
býlinu, og því tekur það sinn tima að ná markinu, og
hve langur hann verður, fer fyrst og fremst eftir getu
rikissjóðs og lánsstofnananna á lcomandi árum.
VII.
Á Norður- og Austurlandi var vatn á nokkrum
stöðum látið renna í gegnum eitthvert bæjarhúsið,