Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 87
BÚNARARRIT
85
þá er vel, en gerir það oft ekki. Með jafnaðarvigtinni
fáum við að vita um afurðir ánna, en lítið meira. Áhrif
á vigtina hefur margt i'Ieira en kynbæturnar, svo sem
fóðrun, frjósemi, árferði, skyldleiki o. fl. En þegar
jafnaðarvigtin er tekin ár eftir ár i lengri tíma, eru
líkur til, að litlar sveiflur séu á þessu frá ári til árs,
t. d. að almennt muni litlu, hve ær eru tvílembdar,
þó óhætt muni að fullyrða, að þeim frekar fjölgi, sem
dregur sennilega úr jafnaðarvigtinni. Árferði sýnist
hafa nokkur áhrif á vigtina, þó ekki líkt því, sem
áður var. Sem betur fer eru menn upp úr því vaxnir,
að ær verði lamblausar, vegna vanhalda á þeim sjálf-
um sökum fóðurskorts og vanhirðu, þó fóðruninni sé
of víða enn mjög ábótavant. Því tel ég, að i öllum
meðalárum, þegar heildin er tekin, að jafnaðarvigtin
segi að miklu leyti rétt til um al'urðir fjárins frá ári
lil árs. En hún segir ekkert um það, hvað orsaki, að
hún er misjöfn á milli ára hjá heildinni og misjöfn
hjá einstaklingunum. Eða hvað valdi þvi, að Pétur
hefur hana miklu hærri en Páll, þótt ærnar þeirra
gangi í sama landi og hafi þvi lík skilyrði að ytri
sýn. En í því liggur mikill fróðleikur, að lcomast fyrir
þau rök. Og það eru einmitt þessi rök, sem okkur svo
tilfinnanlega vantar, en gætuin — eins og ég benti á —
bælt nokkuð úr með því, að vinna þau úr okkar eigin
skýrslum. Þólt skýrsluform Búnaðarfélagsins sé ekki
að öllu leyti tæmandi, má mikið úr þeim vinna, el’
þær eru, eins og vera ber, vel og samvizkusamlega
færðar.
Þá vantar mikið á, að menn þekki hrúta sína til
fullnustu. Á þeim veltur þó mikið. Þeir eru hvort
tveggja misjafnir og misskildir. Þó að einhver hrútur
geri að öllum jafnaði eittlivað þyngri lömb til frálags
en annar, er engin vissa fyrir því, að hann sé far-
sælli þegar á allt er litið. Þungi lambanna er góður
með öðru góðu, en hann er ekld einhlítur, þegar um