Búnaðarrit - 01.01.1952, Blaðsíða 29
BÚNAÐARRIT
27
Eins og menn sjá eru þessi hýbýlaþægindi nokkuð
misútbreidd i sýslunum, en þegar taflan er lesin, verð-
ur að hafa það í huga, að býlafjöldinn er misjafn í sýsl-
unum, og er hann áður upp gefinn, og þykir ekki ástæða
til að reikna hér út hvað hlutfallslega margir bæir
hafa þessi þægindi í hverri sýslu. Vilji einhver vita
það, er það auðgert eftir tölunum.
IX.
Eitt al' þeim þægindum, sem fólkið i dreifbýlinu
þráir og óskar eftir að fá á heimili sín, er síminn.
Þegar síminn er fenginn á heimilið er hægara að
komást í samband við umheiminn, og sérstaklega
veitir hann öryggi, ef veikindi, slys eða annað það
ber að höndum, að fólkið á fámenna, afskekkta
heimilinu þurfi skyndilega á hjálp að halda, í snögg-
Iega aðkallandi erfiðleikum.
Allur síminn, hæði til sjávar og sveita, hefur komið
á þessari öld. Símanetið liefur smám saman náð víðar
og víðar, og nú er síminn kominn á % hluta af byggð-
um býlum í sveit.
Við fasteignamatið árið 1930 greindu matsmenn-
irnir frá því, á hvaða bæjum væri simi. Var það eitl
af þeim atriðum, sem þeir nefndu, er þeir lýstu hús-
unum. Eftirfarandi skýrsla er byggð á því að þvi er
snertir árið 1930, en póst- og simamálastjóri hefur
góðfúslega látið mér í té eftirfarandi skýrslu fyrir
árið 1950.
1930 var sími 1950 var sími
á % af jörðum á % af jörðum
Borgarfjarðarsýsla 1(1,9 82,2
Mýrasýsla 41,2 71,0
Snæf.- og Hnappadalssýsla 0,3 40,1
Dalasýsla 10,1 70,4
Barðastrandarsýsla 19,9 75,0
V.-f safjarðarpýsla 0,3 77,0
N.-ísafjarðarsýsla 15,2 70,0