Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 7
kunnið kannski að undrast það, en ég ætla að stinga upp á, að við gleymum ristilkrabban- um í bili, en beinum huganum að botnlanga- bólgu, vegna þess, að ég held, að botnlanga- bólgan muni leiða í ljós, hvað veldur krabba- meini í ristli. Nú er það eftirtektarvert, að það sem við læknar nefnum ósmitnæma sjúkdóma í þörmum: Botnlangabólgu, skaufaristill, góð- kynja æxli, krabbamein og ýmislegt annað eins og ristilbólgu og sveppæxli, fylgist allt- af að. Eftir langar bollaleggingar um þessa sjúkdóma kemst Burkitt að lokum svo að orði: Þið finnið hvergi í heiminum skaufa- ristil (diverticulosis coli), sem er algengasti þarmasjúkdómurinn í ykkur vestrænum mönnum, eða sveppæxli eða krabbamein í ristli í nokkru landi án botnlangabólgu. En í löndum, þar sem enn er lifað eftir fornum venjum, finnst ekki botnlangabólga. ímynd- ið ykkur ekki að botnlangabólga sé neinn allsherjarsjúkdómur. Botnlangabólga finnst ekki í Austurafríku fyrri en farið er að tala þar ensku. Þar á hann við þegar vestræna menningin hefur fest þar rætur. Þetta eru grundvallar greiningareinkenni. Af því leið- ir, að þar sem þessir sjúkdómar fylgjast að, þá held ég, að botnlangabólga sé okkur leið- sögn að uppruna ristilkrabbans vegna þess, að ristilkrabbi á sér ekki stað, eða með hrein- um undantekningum, nema þar sem botn- langabólgan fer að verða algeng. Og botn- langabólga í Norðurameríu er jafn algeng í negrum og hvítum mönnum. Það er tekinn þriðjungur miljónar af botnlöngum í Banda- ríkjunum á hverju ári. Nú verðum við að spyrja okkur spurn- ingar, vegna þess að við erum öll að gera sameiginlega rannsókn: Liggja arfgengir þættir að baki ristilkrabba eða botnlanga- bólgu? f guðanna bænum látið ykkur ekki detta það í hug. Það getur ekki átt sér stað, FKÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL vegna þess, að í Ameríku eru sjúkdómarnir jafn algengir í hvítum mönnum og negrum, en fyrirfinnast ekki í Afríku, sem negraþræl- arnir koma frá. I Nýja-Sjálandi eru þeir al- gengir meðal Maóranna, en fólk á Polynesa- eyjum fær þá ekki og svo má lengi telja. Þeir geta ekki verið arfgengir - hljóta að vera umhverfissjúkdómar. Nú, jæja. Hvað er umhverfi? Ég sting upp á, að þýðingarmesta um- hverfi innþekjunnar í þörmunum, mínum og ykkar sömuleiðis, sé saurinn, en samsetn- ing hans er undir því komin hvað er borðað. Þess vegna er það svo, að ef þið ætlið að grennslast eftir orsökum botnlangabólgunn- ar, og orsökum þarmakrabbans, verðið þið að gera ykkur grein fyrir mataræðisbreytingun- um, sem áttu sér stað í ýmsum þjóðfélögum áður en botnlangabólgan fór að tíðkast, og 40 árum áður en þarmakrabbinn varð til. Vegna þess, að nú er svo komið, að fólk getur fengið botnlangabólgu 3ja-4ra ára og jafn- vel yngra, en fæstir fá innýflakrabba fyrri en um sextugt, þarf til þess langvinn áhrif umhverfisþátta. Mér er þó nær að halda, að sömu umhverfisþættirnir eigi sök á báðum sjúkdómunum. Við skulum nú sjá, hvers- konar matarbreytingar hafa átt sér stað í Afríku. Á meðan Afríkanar matreiddu með því að mylja kornið, átu hirsikornið sitt og þess- háttar, voru þeir lausir við öll þessi vanda- mál. En hugsum okkur nú ungan Afríkana. Hann fer að heiman. Konan hans steinhætt- ir að mylja kornið daglega, og fer að búa í borg. Og með því að búa í borg, verður hann að borða aðrar fæðutegundir. Hann kaupir sykur og hveitibrauð; aldrei dökkt brauð. Hann finnur til þess að hann er að stæla hvíta manninn og finnst hann í meira lagi snjall. Hann verður að lifa á hinum réttu 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.