Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 18
Blindir læra að sjá með maganum Amerískir vísindamenn gera nú tilraunir með tækjabúnað, sem vekur mikla athygli. Hann sendir myndir til heilans frá rafeinda- bylgjum, sem er hleypt á húð kviðarins. Blint fólk getur komizt upp á að sjá með kviðnum með aðstoð nýs tækis. Það eru vís- indamenn við Smith Kettlewell stofnunina í San Fransiskó, fyrir sjónvísindi, sem hefur gert þetta athyglisverða tæki. Hugmyndin, sem að baki liggur, er þessi: Hinir blindu bera með sér smásjónvarps- tæki, 2 kg. að þyngd, sem stefnt er að hlut- um. Sjónvarpstækið sendir rafeindabylgjur í electroður, sem eru festar á kvið blinds manns. Þessar rafsveiflur hafa áhrif á húð kviðarins og hinar sársaukalausu upplýsing- ar eða mnydir eru teknar upp af taugum, sem bera áhrifin áfram til heilans. Sveiflurnar eru þannig skráðar inn í heilann sem grófar myndir. Þessi tæki lækna vitanlega ekki blindu. Uppfinningamaðurinn, Paul Bach-Y-Rita læknir, tekur skýrt fram, að heilinn fái upp- lýsingar sínar frá allt öðrum stað á líkaman- um en hann eigi að venjast. Þegar hinn blindi hefur verið þjálfaður í 10-15 klst. verður hann ekki lengur var við rafeindaertinguna í húðinni, en fer að sjá myndir með heilanum. „Það sem er erfiðast fyrir fólk, sem hefur ver- ið blint allt frá fæðingu, er að gera sér grein fyrir rúmi og dýpt," segir Back-Y-Rita. Þetta nýja kerfi hjálpar hinum blinda til að tileinka sér þessa skynjun, með því að tengja stórt svæði á kviðnum í stað þess að nota fingur- 16 gómana eins og blint fólk gerir yfirleitt til að greina hluti. Tækið er enn á algeru tilraunastigi. 80 blindingjar hafa hingað til reynt tækið og tekizt að hafa not af því. Þeir eru fyrst látnir sitja við borð með ýmsum hlutum á, og eiga að segja til um hvaða hlutir standa fremst og hverjir aftast. Á þennan hátt lærist að sjá stóla, borð og heil herbergi. Sá blindi, sem á að læra að nota tækið, er fyrst látinn sjá fast- ar línur og fleti, því næst það, sem er á hreyf- ingu. Síðan er byrjað á einföldum flatarmáls- myndun og upp úr því er tekið til við tölur og bókstafi. Loks tekst fólkinu að greina á milli mannsandlita, sjá heila líkami og hluti. Þó að myndirnar séu aðeins í tveim víddum, kemst heilinn fljótt upp á að greina þær sem þrívíddir. Það tekur aðeins kortér til 20 mín- útur að komast upp á að beita tækinu. Það er borið í axlaról, en sjónglerinu er komið fyr- ir til hiiðar á venjulegum gleraugum. Back- Y-Rita læknir fékk hugmyndina að tækinu þegar hann og samstarfsmenn hans voru að athuga sjúklinga, sem höfðu orðið fyrir heila- skemmdum eftir skotsár eða heilablóðfall. Þeir komust þá að raun um hvernig önnur skilningarvit líkamans tóku til að starfa í skemmda hluta heilans. Þau ferðast beinlínis í gegnum hinn eyðilagða hluta heilans. Yís- indamennirnir álíta, að hægt væri að nota aðra hluta líkamans sem móttökulíffæri. Það hefur þegar verið byrjað á að senda myndir gegnum hrygginn og brjóstið. Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.