Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 13
Stundum, sérstaklega í sambandi við Mé- niers-sjúkdóm (truflun í innra eyranu, sem kemur í köstum, með heyrnardeyfu, augn- riðu, svima og uppköstum) kemur suðan fram sem lágvært murr. Stundum er suðan stöðug en getur líka komið við og við. Hátóna fyrirbrigðið með miklum heyrnarmissi er merki staðbundinn- ar ertingar, fyrsta stig hrörnunarsjúkdóms, sem þegar er búinn að eyðileggja eitthvað af taugafrumum. Venjulega er eyrnasuða einkenni annarra truflana í líkamanum, eitt af mörgum við- vörunarmerkjum hans. Erting, annað hvort í heyrnartauginni, sem flytur líkamanum hljóð utan frá og áfram til heilans eða aðliggjandi taug, getur verið orsök þessarar plágu. Suða fyrir eyrum getur líka orsakast af þrýstingi á heyrnartaugina og aðrar nágrannataugar, sem liggja frá hljóðhimnunni í heyrnarmið- stöðina í heilanum. í líkingu við önnur hljóð í höfðinu, bendir suða fyrir eyrum á truflun í innra eyranu, enda eru hljóðin huglæg einkenni: svar heyrnartaugarinnar annað hvort við ertingu eða örvun, sem getur átt upptök sín annað- hvort í miðeyranu eða ytra eyranu. Þessum hljóðum má ekki blanda saman við ofheyrnir eða raddir sem sálsjúkt fólk heyrir stundum. Hár blóðþrýstingur, gigt- sjúkdómar og ýmsir eyrnasjúkdómar geta leg- ið til grundvallar höfuðhljómnum, og þegar orsakirnar hafa verið leiddar í Ijós og lækn- aðar, hverfa hljóðin. Þegar heyrnin starfar fara hljóðbylgjur gegnum hlustina og skella á hljóðhimnunni. Við það myndast titringur í smá beinum í miðeyranu. Mannseyrað er samsett úr mörgum pörtum: hinu sýnilega ytra eyra, miðeyranu og innra eyranu. Ytra eyrað er lúðurmyndað líffæri, með trekt eða gangi inn að hljóðhimnunni. Þetta er þunn strengd himna, sem titrar þegar hljóðbylgj- FRÉTTABRÉF UM HEII.BRIGÐISMÁL urnar skella á henni. Innan við hljóðhimn- una liggja 3 smá bein, sem líkjast hamri, steðja og ístaði. Þegar hljóðbylgjurnar setja hljóðhimnuna á hreyfingu, leiðist titringur- inn í þessi bein og þaðan áfram í vökva innra eyrans, þar sem sjálf heyrnin á upptök sín. í innra eyranu eru nokkur hár, sem bylgj- ast fram og aftur. Þessi hár, sem eru svo fín- gerð, að þau sjást ekki nema í smásjá, flytja hljóðið til heyrnartaugarinnar, er flytur það svo áfram til heilans. Ástæðan til þess, að við getum greint hljóð hvert frá öðru er, að í innra eyranu liggur ör- lítil himna, nokkuð sem svarar til hörpu, með ótal strengjum. Ungt fólk getur heyrt hljóðhraða upp í 23.000 bylgjur á sekúndu, þar sem e'dra fólk heyrir aðeins 8.000. Hversu sterk eru nú ýmis hljóð sem við heyrum? Hvísl í eins meters fjarlægð, er hundrað sinnum sterkara en hjartahljóð. Eyr- að þolir hljóð, sem eru milljón sinnum sterk- ari en þrumur. í flyglinum eru 8 áttundir og 96 mismun- andi tónar. Eyrað getur greint 11 áttundir og 1500 mismunandi tóna. Sé suða fyrir eyrum ekki tekin til ræki- legrar rannsóknar og meðferðar geta orsakir hennar leitt til alvarlegs heyrnarmissis. Með- al þess, sem veldur suðu fyrir eyrum má nefna hvers konar skemmdir á miðeyranu, smitsjúkdóma af völdum kvefs, sem ekki hef- ur verið tekið nægilega til greina, skarlats- sótt, barnaveiki, mislinga, bólgur í kjálkahol- um og fleiri sjúkdóma. Kvef, sem ekki er tekið nógu tímanlega til meðíerðar getur breiðzt út t kokhlustirnar og valdið bólgum í miðeyranu, sem geta fyllt það greftri. Ef kokhlustirnar bólgna, lokast þær, og gröfturinn sem hefur safnazt innan við, þrýstir á hljóðhimnuna. Kokhlustin ligg- ur frá miðeyranu og niður í kokið. Hún temprar loftþrýstinginn í miðeyranu. Suða 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.