Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 5
Gott dœmi þess, hvernig er hugsanlegt að komast á snoðir um umhverfisþætti krabba- meinsins og skýra þá, er hvernig John Snow læknir komst að uppsprettu kólerunnar í London, fyrir 200 árum. Snow læknir komst að raun um, að kólerutilfellin voru öll bund- in ákveðnu svæði í borginni. Hann færði þau inn á kort og sagði við sjálfan sig: Hvers- vegna fær þetta fólk kóleru en ekki hitt fólk- ið? Það borðar samskonar mat, klæðist sams- konar fatnaði, býr í samskonar húsum og vinnur sömu verkin. Þá datt honum skyndi- lega í hug einn mismunur. Kólerusjúkling- arnir drukku allir vatn úr sama vatnspóstin- um. Þegar hann gerði sér ljóst, að þetta kynni að vera sameiginlega orsökin, fór hann til hverfisráðsins og sagði: Herrar mínir, ég þarf að biðja ykkur bónar. Viljið þið gera svo vel að taka handfangið af vatnspóstinum. Og þeir sögðu: Hvílíkur brjálæðingur, að biðja um að taka handfangið af vatnspóstinum. Hann var sauðþrár, og þeir tóku hand- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Bjarni Bjarnason: Er ristilkrabbamein umh verf issj úkdómur? fangið af vatnspóstinum, og þar með var kóleran stöðvuð, vegna þess, að vatninu úr þessum pósti var dælt úr ánni Thames, rétt neðan við þar sem ræsaforin rann út í hana. Enginn setti þó kóleru í raunverulegt sam- band við drykkjarvatn fyrri en 100 árum seinna. En John Snow fann orsok kólerunn- ar í smituðu drykkjarvatni, með því að gera kort yfir útbreiðslu hennar. Hið sama er hægt að gera hvað snertir krabbameinið. Það er þessi greinilegi mis- munur á landfræðilegri útbreiðslu, sem get- ur skýrt fyrir okkur orsakir margra sjúkdóma. I Austur-Asíu verður fólk fyrir meiri áhrifum sólarinnar en nokkurs staðar annars, þar sem hvítt fólk hefst við. Húðkrabbi er algengari í Austur-Asíu en nokkurs staðar ennars í heiminum, vegna þess að hannn orsakast meira af of miklu sólskini en nokkru öðru hjá hvítum mönnum. Húð þeirra þolir ekki ertinguna nema takmarkað. Hinsvegar kom það í ljós í Englandi, fyr- ir um það bil 200 árum, að fólk með sér- staka tegund húðkrabba hafði unnið í bóm- ullarverksmiðjum. Spunamannakrabbi var hann kallaður. Seinna meir kom í ljós, að olían, sem bómullarvélarnar voru smurðar með, þeyttist út í loftið þegar vélarnar gengu og löðraði föt spunamannanna. Olían erti húðina og myndaði krabbamein.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.