Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 19
Tvö bréf til lesenda Fréttabréfsins Bréf Sæmundar Jóhannessonar var að vísu skrifað fyrir heilu ári og maðurinn sem þar um ræðir löngu búinn að sigrast á reykingun- um af sjálfsdáðum. Eg þakka Sæmundi bréfið og áhuga hans fyrir að vilja bæta böl þeirra, sem eru á valdi reykinganna. Þegar ég rakst nýlega á bréfið, datt mér í hug hvort ekki væri rétt, að birta það í Fréttabréfinu, svo að þeir, sem þess kynnu að óska gætu leitað til Sæmundar og notið þeirra ráðlegginga, sem hann hefur á boðstól- um og býður fram af góðum vilja og heilum hug. Þar sem vandinn, sem fylgir sígarettureyk- ingum er orðinn svo mikill og yfirþyrmandi, má einskis láta ófreistað til að draga úr hon- um, með hverjum þeim ráðum, sem tiltæk eru. Ekki er hægt annað en fagna hverju því, sem kann að duga til að leysa fólk úr reyk- ingagildrunni. Yið vitum að heilsa þeirra, sem reykja nokkuð verulega er alltaf í yfirvofandi hættu þegar fram í sækir. Henni er jafnt og þétt stefnt í voða með reykingunum, þrátt fyrri það, að öllum ætti að vera Ijóst, að hún er það dýrmætasta, sem hver og einn á. Hverjum þeim, sem hættir reykingum ber heiður fyrir þá staðfestu og það viljaþrek, sem verður að beita til að vinna bug á svo kröfuhörðum og illvígum ávana. Takist það, er sigur hans því mikill og sæmd hans hefur vaxið eftirminnilega. Bjarni Bjarnason. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL Vinaminni, Akureyri, 19. okt. 1972. Ég var að fá í hendur og líta í „Fréttabréf um heilbrigðismál''. Kemur það mér til að rita yður þetta bréf. En áður en ég byrja á sjálfu efninu, langar mig til að þakka yður persónulega fyrir söng yðar mér og öðrum til ánægju, sem sjúklingar vorum í Vífilsstaða- hæli um áramótin 1923 og 1924. Rúmlega ári eftir að ég fór úr hælinu fór ég að vinna hjá Arthur Gook, trúboða á Akureyri, og gerðist fastur starfsmaður hans vorið 1930. Hann hafði numið eitthvað í svo nefndum hómópatalækningum, áður en hann kom til íslands, og stundaði þær hér. Leitaði fólk til hans hvaðanæva af landinu. Fengu margir meinabót eða fulla lækningu, reykingamenn ekki síður en aðrir. Hann not- aði ákveðin lyf við reykingum. Hið fyrsta þeirra var Argentum nitricum, útþynnt í vatni og í vissum hlutföllum við það. Með þessu átti fólk að skola munninn innan eftir mat og kaffi, þegar það var vant að grípa vindlinginn. Á eftir komu svo inntökur, lyf, sem bættu úr óþægindunum, sem fylgja því að hætta, hið fyrra til að draga úr slappleika og óþægindum, sem meltingin gat liðið, en hið síðraa úr óróleikanum, taugaspennunni, sem siglir í kjölfarið. Bæði þessi lyf skapa andúð á tóbaki. Þegar Arthur Gook varð að fara alfarinn af íslandi - reyndar fyrr, þegar hann fór í ferðalagið umhverfis jörðina - hélt fólk á- fram að koma og spyrja um lyf, bæði við 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.